þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Blaður


Loksins, loksins hef ég eitthvað að segja! Samt ekkert voðalega mikið...

Tók vörkátið mitt út í gær þegar ég bar þrekhjólið upp í íbúðina, held að ég láti það nægja næstu mánuði :) Nei, annars verð ég eiginlega að taka því, sem allir hafa skrifað í commentin, sem áskorun að nota þetta tæki og láta það ekki enda sem fatahengi...

Svo er hann Halli minn (bróðir minn fyrir þá sem ekki vita) að fara að eignast lítið kríli á næstu dögum, vona bara að allt fari vel hjá þeim hjúunum. En ég held að þetta gerist frá 00:00 - 23:59 á morgun (sem sagt 1. mars).

Þetta ætti að vera nóg í bili.

Óli out!

mánudagur, febrúar 27, 2006

letigripir


Heil og sæl :)

Ég er öll að koma til af flensunni og fyrir utan raddleysi (kærkomið fyrir óla, hehe) er ég bara nokkuð hress...

þar sem við óli erum soddan letingjar, sem langar að hreyfa sig en nenna ekki út úr húsi til þess, ákváðum við að festa kaup á þessum flotta grip sem við ÆTLUM að vera dugleg að nota!!!

ástæðan fyrir því að við erum ekki hrædd við að gripurinn safni ryki er sú að geymslan okkar er TROÐFULL og því VERÐUM við að hafa gripinn uppi til brúks :)
gott plan að okkar mati...
hvernig lýst ykkur annars á beibíið okkar?

svo enga leti meir, því nú getum við sameinað okkar uppáhaldsiðju, sem er að glápa á imbann, og púlað í leiðinni ;)

p.s það er nú samt ekki alveg sanngjarnt að setja óla minn undir sama letihatt og mig, því þá sjaldan sem við hreyfum okkur, á hann frumkvæðið að því!!!

látum vita hvernig gengur :)

sæjonara
Hrabban...atsjú!!!

föstudagur, febrúar 24, 2006

með hor í nös

snörl...
er lasin, ekki gaman ;(
vaknaði í gærmorgun með eyrnaverki í fyrsta sinn og verð að segja....áááiiiii!!!
eins og rakvélablöð að kyngja, geng um eins og gömul kona útaf beinverkjum og heyri ekki í sjálfri mér fyrir hori...
búin að blóta sjálfri mér í sand og ösku fyrir að hafa ekki þegið fría flensusprautu í verknáminu fyrir jól...ef þetta er flensan þar að segja...
æ, verð svo lítil þegar ég er svona...og hjúkkinn minn bara að vinna, muhuuuuu
en mér er lofað gulli og grænum skógum þegar hann kemur heim svo þetta er allt í lagi :)
vorkenna mér!!!

hrabban, full af hori

fimmtudagur, febrúar 23, 2006


Grófum þessa mynd upp af okkur frá árinu 2002!
Hún var tekin á bjórkvöldi tölvunarfræðideildarinnar :)
maður var soddan unglamb, hehe

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

gúrkutíð og gamlir karlar

Jæja, fjórða vikan af sex að verða búin í þessu lokaverkefni...skotgengur alveg, er nánast búin fyrir utan ýmislegt fínpúss og svoleiðis vesen.
mér finnst alltaf svo leiðinlegt að lesa verkefnið mitt aftur yfir, hef aldrei tilfinningu fyrir því hvort eitthvað sé varið í það...eða stafsetningin...don´t get me started!
þá er nú gott að eiga hann óla og aðra sem ég mun pína til að fara yfir fyrir mig...múhahaha :)

eftir þessar sex vikur byrja ég svo í síðasta verknáminu mínu...öldrunarhjúkrun...
það verður bara fínt, kominn tími á mannleg samskipti eftir margra vikna setu yfir sjálfri mér og tölvunni!!!
svo eru gömlu karlarnir alltaf svo yndislegir (og konurnar auðvitað líka) og skemmtilegir...það er nebblega ekki mikið um karlkyns sjúklinga á sængurkvennadeildinni, nema auðvitað ef maður telur börnin með :)

á eftir tökum við einar brósi road trip til keflavíkur að sækja mömmu og ömmu, þær eru að koma frá kanarí í kvöld...alltaf gaman að fá sér bíltúr!

jæja, hef ekki mikið meira að segja...lífið er ekki mjög viðburðaríkt eins og stendur (er ekki alltaf sagt að engar fréttir séu góðar fréttir?)

þangað til næst,
hrabban

mánudagur, febrúar 20, 2006

ljósmóðirin og bumbur á ferð og flugi


hellú :)

ég sit hér niðri í skóla og er ekki að nenna að skrifa lokaverkefni...

hitti leiðbeinandann minn áðan, og þungu fargi er af mér létt vegna þess að hún var bara mjög ánægð með mig og ég þarf bara að laga umræðukaflann minn, sem er mjög lítið miðað við það sem ég bjóst við!

svo sótti ég um ljósmóðurina áðan, er ekkert smá spennt...þetta er allt svo raunverulegt núna einhvernvegin.
veit þó ekki hvort ég verð tekin inn, það eru bara 10 sem komast að á ári og ef fleiri sækja um þá er aðallega farið eftir starfsreynslu, sem ný útskrifaður hjúkrunarfræðingur hefur ekki mikið af :)

hvernig sem fer verð ég ánægð, því ég er bæði til í ársfrí (er komin með skólaleiða dauðans) og ég er líka alveg til í að rumpa þessu bara af og eignast svo eitthvað líf :)
set þetta í hendur örlaganna!

annars áttum við óli minn bara mjög góða og rólega helgi.
fórum síðast í gær til halla og berglindar.
það var rosa fínt að vanda og kúlubúinn var alveg í essinu sínu.
ég hef aldrei séð eina óléttubumbu hreyfast svo mikið til og frá eins og í gær...alveg með ólíkindum, örugglega fjörugt barn þarna á ferð :)
held að þetta sé strákur

jæja, best að snúa sér aftur að feðrum í barneign (lokaverkefnið heitir það)
síjú mæ beibís :)
hrabba***

laugardagur, febrúar 18, 2006

Til hamingju Ísland indeed


jeij, það ER réttlæti í heiminum eftir allt saman!!!
Loksins eitthvað smá spice í boring keppni :)
Fyndið að Silvía hafi fengið nánast 7 af hverjum 10 atkvæðum...he,he
Allir að tjúna inn 18 maí!

Austur fyrir fjall

komiði öll sæl og blessuð :)
Þá er það eurovision dagurinn mikli...þar sem ALLIR ætla að kjósa Silvíu Nótt!!! er þaggi???

Í gær skelltum við Óli okkur yfir heiðina til Ingu, Heimis og litlu snúlludúllunnar þeirra. Hún heitir Ragna Bjarney og er alveg yndislegt barn...alveg ótrúlegt hvað hún getur dundað sér litla skinnið og ekki einu sinni orðin eins árs! :) minns langar líka í!!!

Þetta var ekkert smá fínt kvöld, með góðum veitingum og spjalli um heima og geima...get svo svarið það að við vorum hjá þeim í 4 tíma :) enda ekki oft sem við komum til þeirra og ekki laust við að við værum farin að sakna þeirra ANSI mikið, enda gott fólk þarna á ferðinni :)

Takk kærlega fyrir okkur Inga og Heimir!***

Í kvöld verður það svo matur hjá Einari pabba...mmmmmmm!
Og eurovision gláp og kjósi kjós :)

hafið það gott elskurnar okkar

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

GOOOOOOOOOOOOOOO SILVÍA NIGHT!!!!

Ætla ekki allir annars að kjósa Silvíu Nótt á laugardaginn???
Eins gott að hún fari fyrir okkar hönd og taki þessa keppni í blank :)

kling kling

Haldiði ekki að leiðbeinandinn hafi svarað mér í hádeginu!
Það bara datt af mér andlitið, ég var svo hissa...
Vill hitta mig á mánudaginn...moment of truth!

Ég vona að ég þurfi ekki að leiðrétta mikið eða bæta miklu við því ég er alveg að fá ógeð og einungis hálfnuð með tímann sem ég hef.
Get þó ekki annað sagt en að ég hafi mikla samúð með feðrum eftir þetta verkefni, hef reyndar haft síðan ég fór að vinna á sængurkvennadeildinni...en þúsund sinnum meiri núna! Hugsið ykkur að vera að eignast barn en finnast ekkert af þessu raunverulegt í heila 9 mánuði því þið finnið ekki fyrir þeim líkamlegu breytingum sem konan upplifir! Ekki nóg með það, þá hefur líka komið í ljós að sumir feður upplifa meira álag í barneignaferlinu en hægt er að búast við af fólki sem ekki er með geðraskanir!!!

Þó er þetta auðvitað ekki algilt. Til dæmis er bróðir hans óla, hann halli að verða pabbi :)
Hann er ekkert smá jákvæður og áhugasamur og það á örugglega eftir að koma sér vel fyrir hann í fæðingunni sem væntanleg er einhverntíman í lok febrúar! Það er bara eins gott að allir verði góðir við hann á fæðingar- og sængurkvennadeildinni! Annars er mér að mæta :)
Pabbar verða nefninlega stundum, en ALLS ekki alltaf, pínu útundan þó þeir séu alveg jafnmiklir þáttakendur í þessu og konan.

Við óli hlökkum ekkert smá til að fá að knúsa lítið kríli :)
Og svo fáum við að knúsa annað kríli í sumar því að hún Ásta mín á von á litlum strák***

Ekki nema von að það klingi pínu í manni...hehe!

Hrabban

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Rokrassgat

Jæja, ég og Hrafnhildur kíktum aðeins út í göngutúr í dag.
Fórum eins langt út á Seltjarnarnes og við komumst og löbbuðum aðeins í sandinum á ströndinni. Tókum meira að segja nokkrar myndir, sem eru á fotki.com (ýtið á Myndir!!! linkinn hér til vinstri).
Enívay, þá var mesta rokrassgat sem ég hef lennt í þarna útfrá þannig að það var erfitt að halda myndavélinni stöðugri, hvað þá standa í lappirnar, náttúrulega opið í allar áttir og ekkert skjól neins staðar.
Svo kíktum við líka í Nauthólsvíkina, var ekkert sérstakt í gangi þar reyndar, en það stoppaði okkur samt ekki að smella nokkrum myndum af okkur að pósa í klessu...

Gunnarsson out!

lokaverkefnið og flugræðslan

Jæja gott fólk!

Hvernig hafið þið það í dag, á þessum drottins dýrðar degi?

það er ekkert smá skrítið að hafa svona vorfíling í loftinu, sól og nánast heiðskýrt í miðjum FEBRÚAR!!! Já það er ekki öll vitleysan eins.
Tók mér allavega pásu frá skriftum áðan og fór út í góða veðrið, leið eins og heilinn í mér væri orðinn grautur! Orkan var svo komin aftur eftir allt súrefnið og ég náði að klára daginn. Ætla EKKI að hugsa meira um þetta verkefni í dag!
Gengur annars bærilega, nema að ég næ ekki í þennan svokallaða leiðbeinanda minn :( hvað er eiginlega málið? Ég er búin að senda henni 9 e-mail, ítrekun eftir ítrekun...en ekkert...urrrr!

Svo er ég farin að hlakka svo til að komast til krítar!!! Einungis tæpir 6 mánuðir í brottför :)
En ég er strax farin að velta því fyrir mér hvað ég á að taka með, talandi um að vera kreisí...
En áður en ég stíg fæti upp í flugvélina, þá ætla ég að fara á flughræðslunámskeið svo Óli minn þurfi ekki að þola annað svona flug með mér eins og þegar við fórum til london!
Skil ekki hvaðan þessi hræðsla kemur, en þegar ég er í flugvél myndi ég frekar vilja vera dauð!
Greyið Óli :)

jæja, nóg af tuði
Hafið það gott
Hrabban

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Valentínusardagur

...og gleðilegan valentínusardag...eða eitthvað...gleðilegan amerískan auglýsingabrelludag dauðans :)

Hrabba, í ekki mjög rómantísku skapi

góðan og blessaðan daginn

Það eru komnar nýjar myndir á síðuna :)

Er annars að fara að keyra mömmu og ömmu á Keflavíkurflugvöll á eftir...þær eru algjörar pæjur að fara til Kanarí í viku :)
Get eiginlega ekki beðið eftir að komast aðeins út, í burtu frá lokaverkefninu sem því miður er orðið besti vinur minn...
Gengur samt bara nokkuð vel með það, enda ekki óáhugavert efni...fæðingarreynsla feðra :)
Verst að leiðbeinandinn minn svarar aldrei e-mailunum mínum og þessvegna veit ég ekkert hvort ég er á réttri leið eða ekki! Fúlt

anywho...njótið dagsins elskurnar
pís, Hrabban

mánudagur, febrúar 13, 2006

tíminn og vinirnir

Vinnufélagi og vinur hennar mömmu dó nú fyrir jólin og þetta ljóð var flutt í jarðarförinni hans. Það minnir mig bara svo á hvað tíminn líður hratt og hvað maður á marga vini þarna úti sem maður myndi gjarnan vilja rækta betur en maður gerir...

Í grendinni veit ég um vin, sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar:
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar.

Og yfir til vinarins aldrei ég fer,
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er,
því viðtöl við áttum í símann.

En yngri vorum við vinirnir þá,
af vinnunni þreytt nú við erum.
Hégómans takmarki hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rérum.

Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
að í grendinni ennþá hann væri.

Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd,
gleymd´ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur.

þýð: Sigurður Jónsson

Þið kannist örugglega öll við þetta!
Hrafnhildur***

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Blogg afmeyjun Óla

Jæja þá er það mitt fyrsta blogg skipti....
Hefði aldrei ímyndað mér að ég færi að gera þetta in a million years, finnst nefnilega ég aldrei hafa neitt að segja. Samt hefur fæst af þessu fólki sem er að blogga eitthvað að segja :)

Ætlaði samt að tala um utanlandsferðina sem ég og Hrafnhildurin mín erum að fara í eftir AÐEINS 26 vikur og 3 dagar. Þar er planið að liggja eins og tvær tuskur á ströndinni með bjór í hendi (of course) og hlæja af örðu fólki sem er ekki á Krít! Múhahahaha!!!
Annars er tvennt sem við ætlum pottþétt að gera þarna úti (fyrir utan að láta sólina baka okkur):
Först að kíkja til gulleyjarinnar Santorini, sem er sögð vera Atlantis.
Og svo að tékka á fílingnum á Akrópólís hæð í Aþenu.

Enívei, until next tæm!!!
Óli

eurovision og rússíbanar dauðans

Sunnudagur...mér finnst alltaf vera sunnudagur! Afhverju getur ekki alltaf verið laugardagur?
En tíminn líður hratt...á gervihnattaöld...og ógerlegt er að stoppa hann.
Talandi um gervihnattaöld...hef verið að fylgjast með eurovision undankeppnunum undanfarið. Hvað er eiginlega með Íslendinga og ballöður eða svona "hress lög" sem henta kannski Geirmundi Valtýssini en EKKI eurovision! Er metnaðurinn ekki meiri en svo?
Eini ljósi punkturinn er Silvía Nótt...hin yndislega, dásamlega Silvía Nótt! Hún bara VERÐUR að vera kosin til þess að fara út fyrir hönd okkar Íslendinga og hér með skipa ég öllum að kjósa hana!!! ;)
Annars fórum við Óli minn í bíó í gærkveldi á splatter mynd dauðans Final destination III. Þetta efni virðist aldrei verða þreytt og þessi mynd var því bara jafn góð og hinar! Hélt reyndar ansi mikið fyrir augun og ætla ALDREI í rússíbana!!!
Þangað til næst...pís át,
Hrafnhildur sem er hrædd við rússíbana og elskar Silvíu Nótt :)

laugardagur, febrúar 11, 2006

Time to get with the program

jæja, þá er það önnur færslan
á dauða mínum átti ég von en ekki að ég yrði bloggari...en þetta er bara nokkuð skemmtilegt eftir allt saman :)
við erum búin að setja inn nokkrar myndir, bæði frá því að við fengum afhent og íbúðin var í rúst og svo nokkrar af okkur og familíunni...
við erum nýbúin að fá okkur digital myndavél og ætlum að vera dugleg að taka myndir!
svo eru komnir nokkrir linkar á vini og vandamenn auk google earth, sem ég hvet alla til að skoða (tímaþjófur dauðans samt)!!!
Annars er ekki mikið að frétta þannig séð, fórum í kolaportið í dag...alltaf gaman að róta, þá sjaldan sem maður finnur einhverja gullmola því yfirleitt er þetta bara eitthvað drasl. En nammið hjá kókosbollukonunni svíkur engan :)
Svo erum við að hugsa um að skella okkur á final destination III í bíó í kvöld, við vorum ekki svikin af hinum tveimur svo vonandi er sú þriðja góð....
Á virkum dögum er það svo æfing í sjálfsstjórn því ég er heima í 6 vikur að skrifa lokaverkefnið. Ekkert smá freistandi að sofa bara út en mér hefur gengið ágætlega að drattast fram úr enn sem komið er...sjáum til ;)
jæja læt þetta duga í bili
pís át, Hrabba

föstudagur, febrúar 10, 2006

'ello 'ello

sælt veri fólkið!

Velkomin á fyrstu færsluna okkar :)
Við erum skötuhjú í Skaftahlíðinni og ákváðum að leyfa heiminum að fylgjast með okkar merkilega lífi ;)

Eins og flestir sem lesa þetta vita sennilega, þá er ég Hrafnhildur að klára hjúkrunarfræðina og Óli er tölvunarnörd...hehe

vonandi eigum við eftir að vera dugleg að skrifa og endilega verið dugleg að kíkja í okkar horn í veröldinni!

pís át