laugardagur, febrúar 11, 2006

Time to get with the program

jæja, þá er það önnur færslan
á dauða mínum átti ég von en ekki að ég yrði bloggari...en þetta er bara nokkuð skemmtilegt eftir allt saman :)
við erum búin að setja inn nokkrar myndir, bæði frá því að við fengum afhent og íbúðin var í rúst og svo nokkrar af okkur og familíunni...
við erum nýbúin að fá okkur digital myndavél og ætlum að vera dugleg að taka myndir!
svo eru komnir nokkrir linkar á vini og vandamenn auk google earth, sem ég hvet alla til að skoða (tímaþjófur dauðans samt)!!!
Annars er ekki mikið að frétta þannig séð, fórum í kolaportið í dag...alltaf gaman að róta, þá sjaldan sem maður finnur einhverja gullmola því yfirleitt er þetta bara eitthvað drasl. En nammið hjá kókosbollukonunni svíkur engan :)
Svo erum við að hugsa um að skella okkur á final destination III í bíó í kvöld, við vorum ekki svikin af hinum tveimur svo vonandi er sú þriðja góð....
Á virkum dögum er það svo æfing í sjálfsstjórn því ég er heima í 6 vikur að skrifa lokaverkefnið. Ekkert smá freistandi að sofa bara út en mér hefur gengið ágætlega að drattast fram úr enn sem komið er...sjáum til ;)
jæja læt þetta duga í bili
pís át, Hrabba

2 Ummæli:

Þann 8:28 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

frábært að þið séuð komin með blogg. það er samt ekki eins og ég sjái ykkur aldrei.. hehe. verið svo dugleg við að blogga, þetta gæti bjargað manni þegar ég er latur í skólanum:)

 
Þann 12:21 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

will do litlir bóðir ;)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim