gúrkutíð og gamlir karlar

mér finnst alltaf svo leiðinlegt að lesa verkefnið mitt aftur yfir, hef aldrei tilfinningu fyrir því hvort eitthvað sé varið í það...eða stafsetningin...don´t get me started!
þá er nú gott að eiga hann óla og aðra sem ég mun pína til að fara yfir fyrir mig...múhahaha :)
eftir þessar sex vikur byrja ég svo í síðasta verknáminu mínu...öldrunarhjúkrun...
það verður bara fínt, kominn tími á mannleg samskipti eftir margra vikna setu yfir sjálfri mér og tölvunni!!!
svo eru gömlu karlarnir alltaf svo yndislegir (og konurnar auðvitað líka) og skemmtilegir...það er nebblega ekki mikið um karlkyns sjúklinga á sængurkvennadeildinni, nema auðvitað ef maður telur börnin með :)
á eftir tökum við einar brósi road trip til keflavíkur að sækja mömmu og ömmu, þær eru að koma frá kanarí í kvöld...alltaf gaman að fá sér bíltúr!
jæja, hef ekki mikið meira að segja...lífið er ekki mjög viðburðaríkt eins og stendur (er ekki alltaf sagt að engar fréttir séu góðar fréttir?)
þangað til næst,
hrabban
4 Ummæli:
úff, ég sofnaði næstum undir stýri í gær!
hvurslags er þetta eiginlega :)
viljið þið tvö fara varlega in the road...!
he,he :)
við förum alltaf varlega, svo er reykjanesbrautin orðin svo góð núna!
takk fyrir hugulsemina :0*
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim