fimmtudagur, febrúar 16, 2006

kling kling

Haldiði ekki að leiðbeinandinn hafi svarað mér í hádeginu!
Það bara datt af mér andlitið, ég var svo hissa...
Vill hitta mig á mánudaginn...moment of truth!

Ég vona að ég þurfi ekki að leiðrétta mikið eða bæta miklu við því ég er alveg að fá ógeð og einungis hálfnuð með tímann sem ég hef.
Get þó ekki annað sagt en að ég hafi mikla samúð með feðrum eftir þetta verkefni, hef reyndar haft síðan ég fór að vinna á sængurkvennadeildinni...en þúsund sinnum meiri núna! Hugsið ykkur að vera að eignast barn en finnast ekkert af þessu raunverulegt í heila 9 mánuði því þið finnið ekki fyrir þeim líkamlegu breytingum sem konan upplifir! Ekki nóg með það, þá hefur líka komið í ljós að sumir feður upplifa meira álag í barneignaferlinu en hægt er að búast við af fólki sem ekki er með geðraskanir!!!

Þó er þetta auðvitað ekki algilt. Til dæmis er bróðir hans óla, hann halli að verða pabbi :)
Hann er ekkert smá jákvæður og áhugasamur og það á örugglega eftir að koma sér vel fyrir hann í fæðingunni sem væntanleg er einhverntíman í lok febrúar! Það er bara eins gott að allir verði góðir við hann á fæðingar- og sængurkvennadeildinni! Annars er mér að mæta :)
Pabbar verða nefninlega stundum, en ALLS ekki alltaf, pínu útundan þó þeir séu alveg jafnmiklir þáttakendur í þessu og konan.

Við óli hlökkum ekkert smá til að fá að knúsa lítið kríli :)
Og svo fáum við að knúsa annað kríli í sumar því að hún Ásta mín á von á litlum strák***

Ekki nema von að það klingi pínu í manni...hehe!

Hrabban

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim