lokaverkefnið og flugræðslan
Jæja gott fólk!
Hvernig hafið þið það í dag, á þessum drottins dýrðar degi?
það er ekkert smá skrítið að hafa svona vorfíling í loftinu, sól og nánast heiðskýrt í miðjum FEBRÚAR!!! Já það er ekki öll vitleysan eins.
Tók mér allavega pásu frá skriftum áðan og fór út í góða veðrið, leið eins og heilinn í mér væri orðinn grautur! Orkan var svo komin aftur eftir allt súrefnið og ég náði að klára daginn. Ætla EKKI að hugsa meira um þetta verkefni í dag!
Gengur annars bærilega, nema að ég næ ekki í þennan svokallaða leiðbeinanda minn :( hvað er eiginlega málið? Ég er búin að senda henni 9 e-mail, ítrekun eftir ítrekun...en ekkert...urrrr!
Svo er ég farin að hlakka svo til að komast til krítar!!! Einungis tæpir 6 mánuðir í brottför :)
En ég er strax farin að velta því fyrir mér hvað ég á að taka með, talandi um að vera kreisí...
En áður en ég stíg fæti upp í flugvélina, þá ætla ég að fara á flughræðslunámskeið svo Óli minn þurfi ekki að þola annað svona flug með mér eins og þegar við fórum til london!
Skil ekki hvaðan þessi hræðsla kemur, en þegar ég er í flugvél myndi ég frekar vilja vera dauð!
Greyið Óli :)
jæja, nóg af tuði
Hafið það gott
Hrabban
4 Ummæli:
loksins komin í samband við umheimin...fínt blogg...eigið þið uppskriftina að linkunum þarna til hliðar...er ekki ennþá komin með svoleiðis á mína síðu...og hef ómögulega áhuga á að reyna það sjálf...
Til hamingju með síðuna...og vona að við förum að sjá ykkur í heimsókn fljótlega... :o)
kv
Ingapinga
heyrðu ég er nú alveg gáttuð á þessum leiðbeinanda þínum. Hún á sko ekki skilið að´fá launin sín fyrir þetta!
en hvað varðar flughræðsluna.. ég held þú hefðir skitið rækilega í buxerne hefðirðu verið í new york fluginu okkar Sölva um páskana.. óveður dauðans, stormur og allt nötrandi í flugvélaskrattanum!!
hehe.. var þetta eitthvað að hjálpa þér ;o)
kv
ÞI
hæ Þorbjörg :)
já ég á bara að fá þessi laun finnst mér!!!
hefði sko ekki viljað vera í því flugi, djísus mar!!!
Hæ Inga!
Já loksins tengd við netið :)
Ég verð bara að sýna þér þetta þegar við hittumst næst, bara muna eftir því!
Já við verðum náttúrulega að fara að hittast, væri best ef þið gætuð fært Selfoss nær Reykjavíkinni :D
Óli
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim