tíminn og vinirnir
Vinnufélagi og vinur hennar mömmu dó nú fyrir jólin og þetta ljóð var flutt í jarðarförinni hans. Það minnir mig bara svo á hvað tíminn líður hratt og hvað maður á marga vini þarna úti sem maður myndi gjarnan vilja rækta betur en maður gerir...
Í grendinni veit ég um vin, sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar:
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar.
Og yfir til vinarins aldrei ég fer,
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er,
því viðtöl við áttum í símann.
En yngri vorum við vinirnir þá,
af vinnunni þreytt nú við erum.
Hégómans takmarki hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rérum.
Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
að í grendinni ennþá hann væri.
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd,
gleymd´ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur.
þýð: Sigurður Jónsson
Þið kannist örugglega öll við þetta!
Hrafnhildur***
1 Ummæli:
Sæl Hrafnhildur ég var að vafra á netinu og setti inn þessa setnungu sem er upphaf af texta "Í grendinni veit ég um vin sem ég á" og komu þá upp margar færslur og þín þar á meðal en þín er undantekning því þar stendur Þíð. Sigurður Jónsson.
Veist þú eitthvað nánar um þetta ljóð og eða Þýðanda
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim