sunnudagur, febrúar 12, 2006

eurovision og rússíbanar dauðans

Sunnudagur...mér finnst alltaf vera sunnudagur! Afhverju getur ekki alltaf verið laugardagur?
En tíminn líður hratt...á gervihnattaöld...og ógerlegt er að stoppa hann.
Talandi um gervihnattaöld...hef verið að fylgjast með eurovision undankeppnunum undanfarið. Hvað er eiginlega með Íslendinga og ballöður eða svona "hress lög" sem henta kannski Geirmundi Valtýssini en EKKI eurovision! Er metnaðurinn ekki meiri en svo?
Eini ljósi punkturinn er Silvía Nótt...hin yndislega, dásamlega Silvía Nótt! Hún bara VERÐUR að vera kosin til þess að fara út fyrir hönd okkar Íslendinga og hér með skipa ég öllum að kjósa hana!!! ;)
Annars fórum við Óli minn í bíó í gærkveldi á splatter mynd dauðans Final destination III. Þetta efni virðist aldrei verða þreytt og þessi mynd var því bara jafn góð og hinar! Hélt reyndar ansi mikið fyrir augun og ætla ALDREI í rússíbana!!!
Þangað til næst...pís át,
Hrafnhildur sem er hrædd við rússíbana og elskar Silvíu Nótt :)

3 Ummæli:

Þann 9:14 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

já, ég hélt alltaf að þessar final destination væru bara drasl.. verð núna að sjá þær held ég barasta... annars horfði ég á Once Upon a Time in Mexico í gær, hún er drasl fyrir utan Johnny Depp!!

 
Þann 11:24 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

.. Var að kíkja á myndirnar.. rosa smart þessi sófi ykkar og íbúðin virðist vera ótrúlega kósý og krúttuð! Hljóma ég nokkuð einsog Vala Matt? ætla rétt að vona ekki!!

kv
ÞIÞ

 
Þann 1:56 e.h. , Blogger Hrabba og Óli sagði...

jamm einsi bró, ég mæli með þessum myndum ;)
c u

og takk þorbjörg skvísulína...verð að fara að bjóða ykkur hjúkkunum í kaffi þegar róast í verkefnavinnslu :) nei, þú ert langt frá því að vera vala matt!! ;)

hrabban

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim