ljósmóðirin og bumbur á ferð og flugi

hellú :)
ég sit hér niðri í skóla og er ekki að nenna að skrifa lokaverkefni...
hitti leiðbeinandann minn áðan, og þungu fargi er af mér létt vegna þess að hún var bara mjög ánægð með mig og ég þarf bara að laga umræðukaflann minn, sem er mjög lítið miðað við það sem ég bjóst við!
svo sótti ég um ljósmóðurina áðan, er ekkert smá spennt...þetta er allt svo raunverulegt núna einhvernvegin.
veit þó ekki hvort ég verð tekin inn, það eru bara 10 sem komast að á ári og ef fleiri sækja um þá er aðallega farið eftir starfsreynslu, sem ný útskrifaður hjúkrunarfræðingur hefur ekki mikið af :)
hvernig sem fer verð ég ánægð, því ég er bæði til í ársfrí (er komin með skólaleiða dauðans) og ég er líka alveg til í að rumpa þessu bara af og eignast svo eitthvað líf :)
set þetta í hendur örlaganna!
annars áttum við óli minn bara mjög góða og rólega helgi.
fórum síðast í gær til halla og berglindar.
það var rosa fínt að vanda og kúlubúinn var alveg í essinu sínu.
ég hef aldrei séð eina óléttubumbu hreyfast svo mikið til og frá eins og í gær...alveg með ólíkindum, örugglega fjörugt barn þarna á ferð :)
held að þetta sé strákur
jæja, best að snúa sér aftur að feðrum í barneign (lokaverkefnið heitir það)
síjú mæ beibís :)
hrabba***
4 Ummæli:
Sæl ljósmóðir.
Er aðeins farið að klingja í eggjastokkum...eða bara almennur, faglegur áhugi...
Spennandi að vera búin að sækja um. Nú er það bara að bíða og sjá hver örlögin verða...;) Hvenær færðu að vita
Íris
***
hellú :)
jú, það er aðeins farið að klingja sko! en áhuginn er enn sem komið er almennur og faglegur, ekki sniðugt að skrifa um meðgöngu, fæðingu og sængurlegu ef maður er veikur fyrir samt ;)
fæ sennilega að vita einhverntíman í apríl hvort ég kemst inn...örlögin sjá um sína!
later babe
Hrabba***
Vá.. ég er viss um að þú komist inn Hrabba mín. Þú ert nú með eindæmum dugleg. En alla vegana til hamingju með að vera búin að sækja um.. rosa aðdragandi búinn að vera að því einu! Bið að heilsa ;)
hæ sólveig :)
þakka falleg orð í minn garð! já það er svolítið löng leið að fara ef maður ætlar í ljósmóðurina...
hafðu það nú gott og láttu þér batna ljúfan!!!*
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim