laugardagur, febrúar 18, 2006

Austur fyrir fjall

komiði öll sæl og blessuð :)
Þá er það eurovision dagurinn mikli...þar sem ALLIR ætla að kjósa Silvíu Nótt!!! er þaggi???

Í gær skelltum við Óli okkur yfir heiðina til Ingu, Heimis og litlu snúlludúllunnar þeirra. Hún heitir Ragna Bjarney og er alveg yndislegt barn...alveg ótrúlegt hvað hún getur dundað sér litla skinnið og ekki einu sinni orðin eins árs! :) minns langar líka í!!!

Þetta var ekkert smá fínt kvöld, með góðum veitingum og spjalli um heima og geima...get svo svarið það að við vorum hjá þeim í 4 tíma :) enda ekki oft sem við komum til þeirra og ekki laust við að við værum farin að sakna þeirra ANSI mikið, enda gott fólk þarna á ferðinni :)

Takk kærlega fyrir okkur Inga og Heimir!***

Í kvöld verður það svo matur hjá Einari pabba...mmmmmmm!
Og eurovision gláp og kjósi kjós :)

hafið það gott elskurnar okkar

2 Ummæli:

Þann 3:01 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

úje, I love food!!

 
Þann 4:12 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

takk fyrir komuna ljúfurnar...og hjálpina með bloggið...

Sjáumst fljótlega aftur :o)

kv
Inga, Heimir og prinsessan

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim