letigripir


Ég er öll að koma til af flensunni og fyrir utan raddleysi (kærkomið fyrir óla, hehe) er ég bara nokkuð hress...
þar sem við óli erum soddan letingjar, sem langar að hreyfa sig en nenna ekki út úr húsi til þess, ákváðum við að festa kaup á þessum flotta grip sem við ÆTLUM að vera dugleg að nota!!!
ástæðan fyrir því að við erum ekki hrædd við að gripurinn safni ryki er sú að geymslan okkar er TROÐFULL og því VERÐUM við að hafa gripinn uppi til brúks :)
gott plan að okkar mati...
hvernig lýst ykkur annars á beibíið okkar?
svo enga leti meir, því nú getum við sameinað okkar uppáhaldsiðju, sem er að glápa á imbann, og púlað í leiðinni ;)
p.s það er nú samt ekki alveg sanngjarnt að setja óla minn undir sama letihatt og mig, því þá sjaldan sem við hreyfum okkur, á hann frumkvæðið að því!!!
látum vita hvernig gengur :)
sæjonara
Hrabban...atsjú!!!
6 Ummæli:
bíddu bara þangað til gripurinn verður orðinn að fataslá ;o) hehehe. nei grín, þið verðið rosa dugleg! líst vel á'edda, svo eru þessir stigar í blokkinni ykkar fínir til halda sér í toppformi..
en hvað með bara kort í Hreyfingu??
Mér finnst það góð hugmynd :o)
kv
Inga
Ég get ekki verið á nærbuxunum þegar ég er að hreyfa mig í Hreyfingu...
Óli
jújú óli, það er alveg málið.. nýjasta nýtt er að vera ber að neðan að æfa??
en annars til hamingju með hestinn, C U!!
Góður gripur þetta! get ekki af því gert að hlæja smá með sjálfri mér þegar ég prófa að sjá þetta fyrir mér...Óli sveittur á hestinum )á nærbrókunum), Hrafnhildur á sófanum með popp, kók og desperet housewifes á varpanum...Eða öfugt...
hihi :)
Gangi ykkur vel með þetta góða framtak til heilsu og hreyfingar.
Kv.úr málningunni í köben,
Íris
***
híhí :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim