harðsperrur, ofvirkur moli og sex and the city
jamm, meðgöngujógað gengur vel! er hinsvegar að deyja úr harðsperrum...sérstaklega í magavöðvunum...ansi skrítin tilfinning með bumbuna í ofanálag! þetta jóga leynir greinilega á sér þrátt fyrir að maður svitni ekki hið minnsta og finnist maður bara í algjörri slökun ;)
annars er það að frétta af mola að hann er, bara á nokkrum dögum, farinn að láta segja ansi mikið til sín...sem ég er bara ánægð með! hann er farinn að þyngjast svo hratt að ég þarf að hafa mig alla við að vera bein í baki (hann er núna um 37 cm og 1kg), naflinn minn er að hverfa, það liggur við að ég geti horft á bumbuna stækka og svo sér maður litla fætur stinga sér út og sparka í ribeinin! mjög skrítið og skemmtilegt allt saman ;)

4 Ummæli:
Kæra bumbukona.
Tú heldur tér vel í formi med jóganu heyri ég :)
Frábært ad heyra af aktíva mola :) stud á litla. Hrikalega sætt, get ég ímyndad mér, med litlar fætur ad stingast út. Vildi ég gæti séd, eda fundid litlu spörkin...
Líka ordin stór og sterkur :)
Til hamingju med 5 árin ykkar! Já mikid lídur tíminn...
Tú ert svo sannarlega gæfusöm kona med slíkan mann :) Veit hvad gledur sína konu. Sex and the city er hinn besti félagsskapur í skammdeiginu! Væri meira en mikid til í kúr med ykkur bumba...
Hugsa til ykkar.
***
sæl mín kæra :)
já, vildi líka að þú gætir séð fyrirferðina á honum/henni mola og gert með mér karamellur eins og í denn, og borðað þær svo undir sæng með sex and the city í tækinu!
hugsa líka til þín sæta mín
***
Sæl elskan.
Helduru ekki ad minni hafi tekist ad downloada einhverjum vírus á msn í gær...!! og rústa nærri tví tølvunni. Kjáninn ég... En Navid er ad vinna í tví ad hreinsa tølvuna, og bjarga tví sem bjargad vedur. Súrt. Gott ad eiga svona tølvunørd fyrir mann, tegar á reynir ;)
Èg reyni ad komast á msn sem fyrst í vikunni.
love,
***
æ knúsan mín :)
svona er alveg týpískt ég líka! gangi ykkur vel með tölvuna! já, við erum svo sannarlega heppnar með tölvunördana okkar ;)
hafið það gott!
knús
***
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim