helgin
sónarinn gekk vel á föstudaginn og allt lítur ljómandi út! við höfðum þvílíkt gaman af því að sjá hversu bumbi hefur stækkað en höfum því miður engar myndir til að sanna það því ljósmóðirin GLEYMDI að taka myndir. svo þegar hún reyndi að ná góðum vangasvip var moli orðinn svo móðgaður á öllu potinu að hann leyfði það ekki :) skapmaður/kona þarna á ferð!
helgin fór svo í verki og Enn meiri verki þar til ég þoldi ekki meira! mín var þá bara komin með nýrnastein sem vildi út og var lögð inn á meðgöngudeildina á sunnudagskvöldið! þar var yfir heilt kvöld og heila nótt dælt sterkum verkjalyfjum í hænuhausinn sem ýmist kastaði upp af þeim eða brosti út að eyrum vegna verkjaleysisins og vímunnar :) en á djóks þá er sagt að þetta sé verra en hríðaverkir...allavega hef ég ekki kynnst öðru eins...vonum bara að ég sé þá búin með það versta ;)
er núna heima...ekki að fíla sjúklingshlutverkið! en á góðan hjúkka að sem heitir óli + góðu fjölskylduna mína, og vini sem hugsa fallega til mín....svo ég gleymi nú ekki hughreystandi spörkunum frá krílinu mínu! þannig að ég kvarta ekki :)
8 Ummæli:
ji minn eini.. varstu bara inni á spítala! ég hef heyrt að nýrnasteinaverkir séu þeir verstu..
gott að allt gangi vel annars.
batakveðjur
Þorbjörg Inga
Hæ, hæ.
Láttu þér nú batna, hef heyrt að þetta sé það versta í heimi... en nú veistu allavegana að hríðarnar verða ekki verri samkvæmt sögunum:)
Farðu nú vel með þig og ég verð að fara að reyna að kíkja á þig.
Kveðja, Beglind Rut
sælar stúlkur og takk fyrir kveðjurnar :)
ég held ég sé öll að koma til, ætla amk að reyna að mæta í vinnuna á morgun...er þá stutt frá meðgöngudeildinni hvort eð er ;)
sjáumst
***
Elskan mín. Svakalegt ad heyra. Er nyrnasteinninn kominn út? Amk. gott ad heyra ad tér lídi betur.
Hugsa til tín af krafti og sendi batnadarkvedjur.
Fardu vel med tig.
Àstarkvedjur og knús og kossar,
***
hæ elskan mín :)
veit ekki hvort hann er kominn út blessaður, en verkirnir eru mun minni og orðnir þolanlegir! takk fyrir góðar hugsanir sæta mín ;)
ástarkveðjur og knús til baka
***
Vá Hrabba og Óli innilega til hamingju með bumbukrílið!! Farðu rosalega vel með þig og ég hlakka til að fylgjast með:)
Kveðja Sonja
hvernig hefuru tad mín kæra vinkona?
***
hæ íris mín! ég hef það svona lala en lifi alveg af...steinninn er ennþá þarna og ég þurfti aftur að leggjast inn á laugardaginn vegna verkja..veit ekki með framhaldið.. held samt að þetta sé allt í áttina :)
***
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim