æji, ég er alveg að fara að hætta að nenna þessu bloggi...held að fáir hafi áhuga hvort eð er...
en við erum búin að hafa það voða gott í fríinu, búin að gera margt og mikið...bæði heima og fyrir utan bæjarmörkin. við erum líka búin að vera voða dugleg í letilífinu sem eykst eftir því sem á líður fríið! ágætt að safna smá orku fyrir vinnuna sem byrjar í september :)
annars held ég að ég sé byrjuð að finna smá hreyfingar hjá honum mola okkar :) var ekki alveg viss fyrst því þetta er svo líkt garnahreyfingum og svona eins og litlar loftbólur, en held að núna í morgun hafi það ekki farið á milli mála miðað við hvar þetta var staðsett! ég er náttúrulega voða glöð og montin, get ekki beðið eftir alvöru spörkum...hann má sko alveg láta mömmu sína finna fyrir því mín vegna :)
og já, ég segi hann því þó við höfum ekkert fyrir okkur í því þá erum við alveg viss um að þetta er lítill gaur! ætlum samt ekki að fá að vita kynið því það skiptir engu máli...bara á meðan allt gengur vel og barnið er heilbrigt!
2 Ummæli:
nei nei nei nei, ekki hætta blogginu. Èg er æst í tetta! :) og heimta ad fá ad fylgjast med ykkur og litla manni í maganum, svona tegar madur er fjarri gódu gamni í københavn.
Gaman ad heyra af hreyfingum!
Kannski ad hann taki sig til og gefi gott spark medan ég er á Ìslandi, ef ég er heppin :)
Hlakka mikid til ad sjá tig og ykkur. Hringi eda skrifa tegar ég er mætt á klakann. Verd med ísl nr ;)
See u soon
***
þú ert nú það sem heldur mér gangandi hvað þessi bloggskrif varðar íris mín :) ætli ég leyfi þér ekki að halda áfram að fylgjast með! hlakka til að heyra frá þér!!!
knús
***
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim