fimmtudagur, júlí 13, 2006

embracing faith

ég hef aldrei verið mikil skartgripamanneskja, í raun engin! eina skartið sem ég ber er trúlofunarhringurinn minn...og það ekki einu sinni í vinnunni! en þessu armbandi féll ég fyrir fyrir mööööööööörgum árum síðan og langar alltaf jafn mikið í það! það er bara doltið mikið dýrt, telur á annað hundrað þús íslenskar!!! það ber merki allra helstu trúarbragða heims sem sameinuð eru í friðarmerkinu góða! bara ef svona auðvelt væri að koma friði á í heiminum! skil ekki hversvegna við áttum okkur ekki á því að við trúum í raun öll á sama hlutinn!??? er hætt að geta horft á fréttir...allt of niðurdrepandi! maður þarf þó enga hluti til þess að verða hamingjusamur...ég er mjööög hamingjusöm þessa dagana, og það er ekki dýrum hlut að þakka :)

7 Ummæli:

Þann 4:26 e.h. , Blogger Ìris sagði...

:) Flott armband. Med flottan bodskap. En já, tú tarf ekki dýra veraldlega hluti til ad vera hamingjusöm. Tad eru adrir hlutir sem eru meira virdi ;)

love,
***

 
Þann 12:19 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

ég er hamingjan.. embrace me!

 
Þann 2:38 e.h. , Blogger Sólveig sagði...

Öss... hvernig væri nú að fólk hætti að tala svona undir rós og fari að gefa upp ástæðuna fyrir þessari rosalegu hamingju. Ekki hefur það neitt með veðrið að gera svo mikið er víst!

 
Þann 1:42 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hæ þið öll :)
gaman að heyra frá ykkur! og sólveig mín, það kemur að þessu... bara smá bið í viðbót... ;)
***

 
Þann 8:48 e.h. , Blogger Ìris sagði...

já voda spenningur vegna fregna... ;)ég er montrass sem kannski veit... hihi :)
Rakst á einars kristjáns myndir af hrafnhildi margréti módeli hérna á sídunni. Flottar myndir!

***

 
Þann 12:55 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hæ íris mín :)
já, það er alltaf gaman að vita leyndarmál! eða svona semí leyndarmál...allavegana ekki kominn tími á að opinbera þetta á netinu ;)
þetta eru annars myndir sem einsi tók fyrir löngu síðan sem eitthvert verkefni í FB, maður er auðvitað algjört módel :)
vona að þú og þið hafið það gott!!!
knús
***

 
Þann 11:20 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ skvís

Vá hvað ég er sammála ;) Þoli ekki þegar fólk notar trúnna til að fá það sem það vill og réttlætir allt vegna trúar á eitthvað sem tengist landi og græðgi ekkert.
Gæti orðið bráluð en þetta er svaka flott armband;)
kv Sara Natasha

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim