leti leti
jæja, kannski maður ætti að blogga smá...þó lítið hafi verið um að vera hér á bæ...
síðasta helgi var dásamleg! sú besta hingað til! Óli var í fríi fimmtud, föstud, laugard, sunnud og mánud! yndislegt alveg hreint ;) við sváfum mest, kusum og horfðum á endalaust mikið af þáttum frá honum Markúsi download dílara :)
svo byrjaði ég að vinna 1. júní....alveg kreisí að gera...úff! það er víst ekki hægt að skrúfa fyrir fæðingar og segja konunum að binda saman á sér hnén þó sameina eigi meðgöngudeildina og sængurkvennadeildina í sumar...sé fram á puð og púl...matar og drykkjarlausa daga! það er þó gaman að segja í símann "góðan daginn, þetta er hjúkrunarfræðingur á 22-A" þegar maður er að panta blóðprufur og svoleis ;)
anyhús, löng helgi...again...gaman að því!
5 Ummæli:
Helgin ykkar Òla hljómar notaleg. Væri sko alveg til í svona video sukk :)
Til hamingju, aftur, med ad vera ORDIN HJUKRUNARFRÆDINGUR! Tetta er nottla alveg magnad. Og ég sé tad bara fyrir mér, hvad tad fer tér vel ad svara í símann á sængurkvennadeildinni.
Er enntá hardákvedin í ad tú takir á móti mínum börnum. Einn daginn í framtídinni tegar tad verdur...
Koma ljósmædur til annarra landa í starfi sínu?
svona free-lance?
knús til tín,
***
hæhæ, já það er spes að kynna sig sem hjúkrunarfræðing :)
en jamm það er algjör tryllingur þarna á þessum spítala, rosa mikið að gera allsstaðar og ástandið frekar dapurt vegna launa, hjúkkurnar algjörlega að snappa yfir þessu!!
hæ íris mín!
ooo, það væri YNDISLEGT að fá að taka á móti þínum krílum ;) ég færi hvert sem er til þess!!! just call me :)
gangi þér vel í prófalestrinum sæta mín!
***
og hæ þorbjörg ;)
gaman að heyra frá þér...já þetta er vægast sagt kreisí ástand á þessum síðustu og verstu...
Til hamingju með hjúkrunarfræðingatitilinn. Ekkert smá gaman að geta sagst vera hjúkka en ekki bara nemi:) Verðum að fara að hittast fljótlega.
Kv. Berglind Rut
hæ berglind mín! :)
takk fyrir!!! sammála!!! við verðum að fara að hittast :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim