laugardagur, maí 27, 2006

The Da Vinci code

við óli minn fórum á The Da Vinci code um daginn og ráðlegg ég þeim sem hvorki hafa séð hana né lesið bókina að hætta lestri þessa bloggs undir eins!

þessi spennusaga er svo mögnuð! ég man þegar ég las bókina að ég bókstaflega gat ekki lagt hana frá mér! myndin þykir mér ekki verri þó hún sé kannski örlítið þunglamaleg á köflum...
þegar ég var lítil þá spurði ég mömmu einmitt oft að því afhverju jesú hefði ekki átt konu eða börn og fannst það mjög skrítið þar sem hann var einnig mannlegur þó sonur guðs væri! það er einmitt það sem myndin fjallar um...þar var maría magdalena eiginkona hans og saman áttu þau dótturina söru. þetta var byrjunin á stórum og voldugum ættboga sem kaþólska kirkjan reyndi að þagga niðrí til þess að viðhalda guðdómleika krists...sem var samt hálfur maður! þessar getgátur sem að hluta eru byggðar á raunverulegum gögnum þykja mér ekki eyðileggja mína barnatrú heldur ef eitthvað er styrkja hana...og þann grun sem ég hef ætíð haft um vin minn jesú! auðvitað getur enginn vitað hvað er satt og ekki satt, fyrr en við mætum guði þegar okkar tími hér á jörðunni er liðinn! það eina sem við getum gert er að lifa samkvæmt okkar sannfæringu og trú og umfram allt í umburðarlyndi fyrir náunganum...því ég trúi því að við stefnum öll að sama marki hvort sem við erum kristin eða annað...við förum bara mismunandi leiðir að því!

4 Ummæli:

Þann 9:43 e.h. , Blogger Ìris sagði...

Já Hrafnhildur mín, tví er ekki neitad ad tessi kenning er áhugaverd mjög, og tetta spennandi saga. Gott ad heyra ad tú naust myndarinnar, líkt og bókarinnar.
Èg er sammála tér um ad tessi kenning er ekki neikvæd, fyrir mér amk, gagnvart jesú um mögulegt rómantískt líf hans sem madur á tessari jörd. Èg efast satt ad segja ekki um ad maría, ef ekki tá einhver önnur kona, hafi komist í náin kynni vid hann. Og dregur tad sömuleidis ekki úr minni barnatrú.
En tad má ad sjálfsögdu hver hafa sitt í tessum málum. Sem og ödrum.
Eitt tykir mér áhugavert sem ég mér hefur borist til eyrna...Ì Færeyskum bíóhúsum (teim tveim sem tar er ad finna) er myndin ekki leyfd til sýninga. Eigandi bíóanna tykjir myndin vera last vid gud og kristna trú. En færeyar eru adeins meira kristid samfélag en gengur og gerist á íslandi og í dk til dæmis.
Svona tykir mér svolítid hættulegt. Fólk hefur nefninlega rétt á ad trúa tví sem tad vill, en ekki stödva annad fólk í tví sem tad vill sjá, eda heyra, eda lesa, og tar med teirra skodanir.
Tad er nú ekki víst ad allir færeyingar, eda fólk búsett í færeyjum, séu kristnir!
Og tetta med hin mismunandi trúarbrögd... Er mjög sammála. Fyrir mér trúum vid öll á sama gudinn. Bara í misjöfnu formi.

***

 
Þann 9:43 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hmhm...dáldid lang comment hjá mér!

 
Þann 3:25 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hæ írisin mín :)
alltaf svo gott að heyra frá þér!!!
því lengri comment því betra ;)
***

 
Þann 8:19 e.h. , Blogger Ìris sagði...

mig langar í meira blogg...
Er svo forvitin ad edlisfari!

***

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim