fimmtudagur, apríl 27, 2006

skoðanakönnun

ókei gott fólk! þá er komið að því! ég er forvitin! Hverjir lesa eiginlega þessu blessuðu síðu okkar skötuhjúa??? það er ekki laust við að manni finnist þetta nokkuð tilgangslaust án lesenda (sendi um leið kúdós til Írisar Þallar og Einars Kristjáns sem mjög dugleg eru að kommenta)!!!! nú vil ég gera smá könnun! Allir sem þetta lesið, þó það verði ykkar fyrsta og síðasta skipti...kommentið! þetta er ekki flókið! þannig sjáum við hvort við nennum þessu áfram...því fleiri sem kommenta, því meiri líkur á áframhaldi! svo einfalt er það :)

P.s það eru komnar inn mjög skemmtilegar myndir af okkur Einari Kristjáni að fíflast í góða veðrinu + nokkrar af framkvæmdunum sem standa nú yfir á heimilinu! kíkið endilega á apríl albúmið :)

19 Ummæli:

Þann 5:59 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég les...og kommenta stundum ;o)


Afmæli á sunnudag :o)

knús
Inga

 
Þann 5:57 f.h. , Blogger Ìris sagði...

Sælt veri fólkid.
Èg kommenta hér ad vana... ;)
Eigid gódan dag.
Sólin skín hér í köben og hlýjar hjörtum...vona ad hún geri tad líka í Reykjavík!

***

 
Þann 9:04 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hæ Inga mín :) já, ég veit að þú kommentar stundum og ert kona upptekin mjög, þannig að þú sleppur ;) hehe...takk annars fyrir boðið!
knús til baka
***

og blessuð Íris mín, sem átt kommentametið ;) jú, sólin skín hér líka...yndisleg að vana, þó ekki sé hún mjög hlý í bili :)
hugsa áfram til ykkar
knús
***

 
Þann 10:58 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Kíki alltaf reglulega á ykkur:) Er samt ekkert rosalega duglega að kommenta.

 
Þann 11:14 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

já ég skoða nú oftast, tek svona bloggrúnt endrum og eins..

ég skal farað standa mig betur í kommentum, .. lofa því!;o)

 
Þann 11:28 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

sæl og blessuð Berglind ;)
hlakka svo til að hittast sem fyrst, vonandi þegar þú ert komin heim! gangi þér vel í prófunum!!! verðum í bandi!

og blessuð Þorbjörg :)
gaman að geta lesið bloggið þitt aftur...ég gerði það mjög reglulega, enda einstaklega skemmtilegar frásagnir þar :)

 
Þann 6:46 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

haha, fyndnar rugl myndir af okkur;) annars gaman að ég sé nefndur í blogginu. ég hef nú ekki verið nógu duglegur skoða bloggið ykkur. allt varð vitlaust á tímabili í skólanum en er orðið rólegt aftur. sjáumst:)

 
Þann 6:53 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

jamm Einar minn, þetta var skemmtilegur dagur...alltaf gaman að fíflast og vera ungur í anda ;)
þú er í 2. sæti hvað kommentin varðar, á eftir Írisi...nokkuð góður árangur það með brjálaðri verkefnavinnu :)
seeja
***

 
Þann 7:01 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

wow tad er bara harkan sex...ta verdur madur vist a commenta. Gaman ad fa ad fylgjast adeins med ykkur og til hamingju med frabaeru ibudina ;)

 
Þann 9:01 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hæ Inga mín! já, maður er svolítið forvitinn með hver les þetta eiginlega ;) gaman að heyra frá þér og vona að þér gangi vel í því sem þú ert að gera!!!
***

 
Þann 4:25 e.h. , Blogger Ìris sagði...

tid erud ekkert hætt ad blogga, er tad?...nei tad væri slæm hugmynd.
***

 
Þann 4:34 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Sæl
Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei kommentað en hef einstaklega gaman af að fylgjast með svona endrum og eins. Og fyrst ég er byrjuð vil ég óska ykkur til hamingju með íbúðina og þér með prófin, orðin hjúkrunarfræðingur það er geggjað :)

Kveðja Svala

 
Þann 7:31 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Nei Íris mín! við erum ekki hætt að blogga :)
***

Og Svala Ögn, blessuð!!! einstaklega gaman að heyra frá þér :) þú ert alltaf velkomin að lesa bloggið okkar og takk fyrir hamingjuóskirnar! gangi þér vel með skólann þinn og allt sem þú ert að bralla!!!
***

 
Þann 11:27 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hæhæ...kíki einstaka sinnum hingað inn í leiðinlegum tímum í skólanum ;)
Kveðja frá Akureyrinni
Elín Ósk

 
Þann 11:45 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Alltaf velkomin Elín Ósk ;)

 
Þann 2:07 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ hæ. Hef stundum verið að kíkja en ég er reyndar ekki sú duglegasta að kíkja á blogg!! En allavega, flott síða og til lukku með próflokin;0)

Lilja hjúkka

 
Þann 2:55 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hæ Lilja mín ;)
takk fyrir kommentið...gangi ykkur Þorbjörgu áfram vel með lokaverkefnið!!! við sjáumst ;)

 
Þann 9:35 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæbb, kíkjum reglulega hérna inn.

Kveðja,
Halli, Berglind og Andri Már

 
Þann 9:40 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hæ Halli, Berglind og Andri Már ;)
gaman að heyra frá ykkur og takk fyrir síðast!!!
***

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim