þriðjudagur, apríl 04, 2006

viðtalið búið

úff púff...ég hyperventileraði þvílíkt rétt áður en ég gekk inn í ljósmæðraviðtalið! skil ekki í mér, er ekkert búin að vera stressuð fyrir þetta fyrr en 5 mínútum áður en ég fór inn! þær voru samt voða næs, brostu bara til mín og mældu mig út á meðan ég reyndi að svara spurningum þeirra, eldrauð í andlitinu! ekki bætti það nú úr skák að þetta voru asskoti erfiðar spurningar maður...nenni ekki að fara út í það hér! en ég var bara ég sjálf og er ánægðust með það...svaraði bara hreinskilnislega! það eru nú samt ekki miklar líkur á því að ég verði tekin inn sko, ég gat alveg lesið það á milli línanna hjá þeim! við erum tvær nýútskrifaðar sem sóttum um. þær sögðu mér að 21 hefði sótt um og að aðeins 8 yrðu teknar inn úr Reykjavík og tvær utan af landi í fjarnám! þannig að minns sækir þá bara um að vera áfram á sængurkvennadeildinni í ár og prufa svo aftur...það er líka allt í lagi mín vegna :) þær sögðu það nánast garanterað að þær sem ekki komist inn núna verði pottþétt teknar næst...nú læt ég bara örlögin sjá um rest ;)

svo fæ ég bréf af eða á (pottþétt af) fyrir páska...læt ykkur fylgjast með! :)

annars fer ég nú bara á fullt í prófalestur þannig að það verður sennilega lítið um bloggskrif fyrr en eftir prófin, 21. apríl! set nú samt örugglega smá línu inn af og til ;)

Hrabba, sem er alveg að fara að ná andanum aftur!

4 Ummæli:

Þann 11:00 e.h. , Blogger Ìris sagði...

ihi frábært ad hafa tetta yfirstadid, eins og vid töludum um í dag ;)
En madur veit samt aldrei...örlögin sjá um sína (eda segir madur tad...?)
Allavega verdur tetta gott hvort sem verdur ;)
***

 
Þann 8:38 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

jamm sæta mín :)
þetta er svona win-win hjá mér, mér er alveg sama hvernig þetta fer í rauninni! og, jamm örlögin sjá um sína ;)
knús til Færeyja!
***

 
Þann 10:57 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

sorry að ég hef aldrei haft tíma til hitta ykkur, allt brjálað í skólanum! sé ykkur:)

 
Þann 11:18 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hehe einar minn :)
ég skil það bara vel!!!
við sjáumst í náinni framtíð ;)
***

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim