laugardagur, mars 25, 2006

free from the fear

Flughræðslunámskeiðið í dag gekk alveg rosalega vel :) ég var nú samt frekar mygluð í morgun og stressuð...var þó fegin að hafa sagt svona mörgum frá þessu því þá fannst mér ég þurfa að fara sem var bara mjög jákvætt. Fyrst fór maðurinn í sálfræðilega hlutann, hugræna atferlismeðferð, og þó ég sé búin að læra mikið um þetta í skólanum þá er allt öðruvísi að miða þessa aðferð við sjálfan sig og láta sálfræðing hjálpa manni að bera kennsl á órökréttar hugsanir manns! Mæli eiginlega með því að allir kynni sér þetta, þetta er svo einfalt ef maður pælir í því en samt svo rosalega magnað. Eftir hádegi fór hann svo í flughlutann. Það var ekkert smá áhugavert! Ég lærði að mikið af mínum ótta sem tengdur er flugi á sér engan vegin stoð í raunveruleikanum...og er ég mjög fegin því :) Auk þess sá ég að ég er sko engan vegin flughrædd miðað við sumt fólkið þarna, mæ ó mæ!!! Nú hlakka ég bara til að prófa að fljúga til Krítar með nýju kvíðastillandi aðferðirnar og vitneskjuna í farteskinu ;) ætla þó að sleppa Akureyrarfluginu...maður þarf að borga fullt verð og fær ekki einu sinni að stoppa á Akureyri til þess að fá sér brynjuís...iss piss!

Þangað til næst,
Hrabba, ekki svo mikið flughrædda lengur...eins og er allavegana ;)

6 Ummæli:

Þann 11:44 f.h. , Blogger Ìris sagði...

Frábært ad heyra gott af námskeidinu! og til hamingju med ad hafa yfirunnid flughrædsluna, amk í bili ;)
Tetta hljómar vel.
knús frá køben,
***

 
Þann 12:28 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

takk Íris mín ;)
knús til baka
***

 
Þann 11:57 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ Hrafnhildur ;) Gaman að heira svona í þér ;) Maður þyrfti nú bara að fara að hittast ;)
Hvað ertu að læra dúlla :) kv Sara Natasha

 
Þann 12:10 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hæhæ Sara :)
já, ég var einmitt að nefna það við Írisi að það væri gaman að hitta ykkur einhverntíman!
ég er að klára hjúkrunina í vor...
sjáumst vonandi sem fyrst bara ;)

 
Þann 11:39 f.h. , Blogger Ìris sagði...

Hæ sæta. Vid hjónin erum mætt til landsins! :) hringi til tín í dag. Erud tid upptekin seinni partinn?
Var ad pælí kannski kaffihúsaferd...
***

 
Þann 12:14 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

er meira en til í kaffihúsaferð :)
verð örugglega komin heim um 4! hlakka til að heyra í þér!!!***

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim