þriðjudagur, mars 07, 2006

með skjálfta og lampa í höndum

hæhæ ;)

Var ekkert smá glöð í gær þegar leiðbeinandinn minn sagði þetta allt líta svo vel út hjá mér að ég þyrfti ekki að hugsa meira um verkefnið fyrr en eftir prófin!
Þannig að ég er næstum búin með Feður í barneign og get slakað á restina af vikunni og safnað kröftum fyrir öldrunarverknámið...ekki slæmt það :) Og svo fer þessu bara að ljúka og maður verður orðinn hjúkrunarfræðingur áður en líður á löngu...man oh, man!

Annars er það svolítið fyndið, nú þegar maður er kominn með blogg að maður fréttir að ótrúlegasta fólk sé að lesa það...þannig að nú legg ég í vana minn að kommenta þegar ég skoða annarra síður því það er svo gaman að sjá hver er að lesa...eins og Íris vinkona segir, þá verður þetta ekki eins og að tala við sjálfan sig :)

En að sjálfsögðu er Öllum velkomið að lesa bloggið okkar...more the merrier, annars væri maður nú ekki að skrifa um líf sitt á netinu af öllum stöðum!
Þannig að þeir sem ekki vita, þá klikkar maður á comment takkann hér neðar og skrifar eitthvað skemmtilegt :)

Funduð þið fyrir jarðskjálftanum í gær?
það er alltaf eins og tíminn standi í stað þegar skjálftar ríða yfir, jafnvel þó þeir taki aðeins um sekúndu...allt verður hljótt fyrir utan drunurnar og skröltið í matarstellinu...og þrátt fyrir að þetta sé svolítið sport, þá finnur maður hversu lítill maður er í heiminum og hendurnar fara ósjálfrátt að skjálfa...þvílíkt kikk ;)

þangað til næst,
Hrabba litla

8 Ummæli:

Þann 6:10 e.h. , Blogger Ìris sagði...

Sæl mín kæra.
Já tetta med skjálftana er ansi áhugaverd upplifun. Navid er hálfpartinn ad vona ad tad komi einhverntímann jardskjálfti tegar hann er á landinu, bara til ad prófa ad upplifa tad. Skil tad vel, tad er mjög áhugavert ad tetta gerist med svo miklum kröftum, og tad án tess ad húsin hrynji til grunna. Mjög sérstakt ad finna fyrir náttúrunni á tennan hátt.
Gott ad heyra ad svona vel gangi med Fedur í barneign :)
Hafid tad gott.
***

 
Þann 9:56 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

já Íris mín!
vona að Navid fái einhverntíman að upplifa þetta magnaða fyrirbæri sem jarðskjálftar eru, hvað þá ef hér fer að gjósa!!!
Vona að allt gangi vel hjá ykkur og njótið nú hvers annars í nýju íbúðinni :)
***

 
Þann 10:23 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

þú ert aldeilis að taka lokaverkið í nösina.. glæsilegt hjá þér!!
en með þennan jarðskjálfta.. úfff.. ég varð dáldið mikið hrædd!

síjú
ÞIÞ

 
Þann 3:57 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

ég var í tíma þegar skjálftinn kom, var ekki viss hvort það hefði verið útaf því að gaurarnir væru að hrista borðin í stofunni eins og vanalega:) gaman að þessu!

 
Þann 12:30 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ skvís....ég ákvað nú bara að kvitta fyrir mig þar sem ég kíki nú öðru hvoru hérna inn á ykkur ;)

 
Þann 12:38 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

blessuð Sonja :)
alltaf velkomin!!!

 
Þann 9:53 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ha? Kvitta fyrir? Jú, auda, ég kíki stundum inn á síðuna, er svona að kynnast tengdadótturinni með því, gaman að sjá og fylgjast með hvað þið eruð að gera.

Gott að heyra að þér gengur vel í náminu.

Bestu kveðjur,
G

kann ekki alveg að senda þetta, en sjáum til, jú virkar nú...

 
Þann 10:41 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

blessaður tengdó :)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim