fimmtudagur, mars 02, 2006

lítill prins

Já, hann Óli hafði rétt fyrir sér...

Halli og Berglind eignuðust nefninlega lítinn dreng seint í gærkvöldi, 1. mars :)
Hann er um 3400 gr og 51 cm langur lítill prins***
Við óskum þeim alveg innilega til hamingju og hlökkum til að fá að sjá þau öll...vonandi í dag!

Við Óli vorum eins og illa gerðir hlutir frá hádegi í gær þegar Halli hringdi til að segja að þau væru komin upp á fæðingardeild. Við vorum gjörsamlega eirðarlaus, Óli gat ekki unnið og ég ekki lært...við vorum svo spennt :)
Ég held að Óli hafi aldrei verið eins náinn símanum sínum eins og í gær, lá við að hann tæki hann með sér í sturtu...vildi ekki missa af neinu!
Svo eftir margar misheppnaðar tilraunir að horfa á eitthvað í tv, lesa e-ð, tala saman, fara í bíltúr (hvað sem er til að dreifa huganum) ákváðum við að fara bara í háttinn. Þá hringdi Halli með góðu fréttirnar :)
Ekki beint auðvelt að sofna eftir það heldur...

Við erum svo þakklát fyrir að allt gekk vel og getum ekki beðið eftir að bjóða nýja fjölskyldumeðliminn velkominn í heiminn!

until next time
Hrafnhildur

1 Ummæli:

Þann 3:40 e.h. , Blogger Ìris sagði...

Til hamingju med nýja fjølskyldumedliminn!

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim