sunnudagur, mars 12, 2006

Þetta er alveg makalaust...

Sæl ljúfurnar ;)

Hafið þið lesið pistlana hans Jóns Gnarr aftan á fréttablaðinu á fimmtudögum?
Ef ekki, þá mæli ég eindregið með því að þið gerið það...þessi maður er fæddur heimspekingur og snillingur og hefur oft hjálpað mér!!!
Síðasta fimmtudag talaði hann um ábyrgð, að það að taka ábyrgð á öðru fólki sé ekki að hjálpa því og að bera aðra á bakinu sé ekki dyggð. Það læri enginn að taka ábyrgð á eigin lífi ef einhver annar væri alltaf tilbúinn að gera það fyrir þá...og það sem verra er, ábyrgðarleysi getur ekki leitt til aukins þroska og þar af leiðandi ekki til betri heims...eða eins og Jón orðar það: "Ef fólk ræktaði garðinn sinn en væri ekki alltaf að reyta arfa í annarra manna görðum væri heimurinn mikið betri staður að búa á"
Já, þennan mann myndi ég sko ekki hika við að kjósa til forseta :)

...Og svo ég haldi nú áfram hugleiðingum mínum (þó fæst orð beri minnsta ábyrgð), hvað er málið með makalaus kvöld á vinnustöðum???
Erum við makarnir svona hundleiðinlegir eða hvað?
Ég bara spyr...ætti kannski að biðja Jón Gnarr að skrifa um það!!!

Fékk annars dekurdaginn minn í gær í baðhúsinu...það var ÆÐI!
Heilnudd, andlitsnudd og maski og handsnyrting...gæti alveg vanist þessu :)
Get þó ekki sagt að skattskýrslan sem við reyndum að ráða frammúr í gær hafi hjálpað mér að halda slökuninni áfram þegar heim var komið...hvað er málið með að gera hlutina flókna og óskiljanlega þannig að það rýkur úr eyrum manns af pirringi og reiði???

Já, ég hef margt á hornum mér þessa dagana!

Hrafnhildur

4 Ummæli:

Þann 4:03 e.h. , Blogger Ìris sagði...

Sælar.
Hef tví midur ekki haft adgang ad Jóni Gnarr í fréttabladinu og hans heimspekilegu hugleydingum. Tyrfti ad reyna ad komast í tetta...
Hvada umræddu makalausu kvöld eru tetta á vinnu stödum?

 
Þann 4:32 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

blessuð Íris mín :)
jú, þessi makalausu kvöld eru iðulega í vinnunni hans óla (mætti segja hvern föstudag í rauninni)
er orðin ansi þreytt á þessu, þó óli taki nú örugglega minni þátt í þessu en flestir!
alltaf gaman að heyra frá þér!!!* kannski fréttablaðið sé á netinu, ég veit það ekki...

 
Þann 8:35 e.h. , Blogger Ìris sagði...

Sæl mín kæra.
Tjékka á tessu med netútgáfu af fréttabladinu. Tykir tad ekki ósennilegt.
Spes med makalausu kvöldin. Annad get ég ekki sagt.
Tú tyrftir kannski ad koma tér upp einhverju makalausu systemi... ;)

***

 
Þann 9:48 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

já Íris mín!
þetta er allt alveg makalaust ;)´
***

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim