mánudagur, mars 20, 2006

ellin, eggin og flughræðslan

Önnur vikan í öldrunarverknáminu að byrja...get nú ekki sagt að ég skemmti mér konunglega á Landakoti, greinilega ekki mitt svið... en eftir þessa og næstu viku þarf ég aldrei að fara í hjúkrunarverknám aftur... nokkuð næs það :D

Páskarnir fara svo bara allir í prófalestur því prófin eru óvenju snemma í ár hjá okkur 4. árs nemum...18. og 21. apríl þakka ykkur fyrir!!! Óli kom með þá snilldarhugmynd að fresta bara páskunum okkar, borða páskaeggin bara 21. apríl...því páskarnir eru mín uppáhaldshátíð...vegna þess að fyrir utan upprisu Krists og hátíðleikann því tengdu, þá fer sólin hækkandi á lofti, maður fær að borða fullt af súkkulaði og vera á náttfötunum allan daginn...that´s life ;) Fimm dagar til eða frá bítta engu...

Og þá er komið að því...ég fer á flughræðslunámskeið næsta laugardag!!! Nú geta allir sem setið hafa með mér í flugvél andað léttar (vona að þetta virki). Þetta er svaka prógram, alveg frá 9-17! Hann er dálítið sniðugur maðurinn sem er með þetta, hann er gamall flugstjóri og lærður sálfræðingur og tvinnar þetta saman! Þetta verður semsagt sambland af hugrænni atferlismeðferð og fræðslu um flug og flugöryggi...hlakka bara til :)
Í lokin býður hann okkur svo einu og einu að fljúga með sér til Akureyrar...ég sé bara til hversu mikill flugdólgur ég verð orðin, sór þess nú einhverntíman eið að stíga aldrei fæti í innanlandsflug...en hvur veit!!!

I´ll keep you posted
Hrabba

7 Ummæli:

Þann 2:16 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

þú átt eftir að hætta við ljósmóðirina og fara í flugnám eftir þetta, no doubt about it!

 
Þann 2:25 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hehe ;)
gæti verið nokkuð kúl að gerast fljúgandi ljósmóðir...ný tegund verkjastillingar, fæðing í háloftunum...hljómar bara nokkuð vel!

 
Þann 3:35 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

jahérnahér.. þú ert þá svona rosalega flughrædd greyið mitt! vonandi nærðu að vinna á þessu :)

þessir páskar verða ekki þeir skemmtilegustu fyrir okkur :( maður getur nú verið í náttfötunum og nartað í páskaegg meðfram prófalestri.. ég verð að fá mitt páskaegg á páskadag .. ;)

 
Þann 3:43 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hehe...já Þorbjörg mín :)
ég er sammála þessu með náttfötin og páskaeggið...ætli ég fái ekki bara lítið egg á páskadag og annað 21.apríl :)

 
Þann 4:30 e.h. , Blogger Ìris sagði...

Gangi tér vel á námskeidinu mín kæra. Ég veit af eigin reynslu og aumri hönd hvernig tad er ad fljúga med tér milli landa. Vona ad fyrrverandi flugstjórinn sé gódur sálfrædingur og taki tig jafnvel í flug til Akureyrar. Ekki sídur Òla vegna ;)
Tetta med páskaeggin hljómar vel. Tvöfaldir páskar! um ad gera ad fá sem mest út úr tessu...
Knús og koss,
***

 
Þann 7:34 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

já Íris mín, greyið mitt :)
þú varst hetjan mín á leiðinni til krítar, svo þolinmóð og góð við mig!!!
knús
***

 
Þann 7:58 f.h. , Blogger Ìris sagði...

Tad var nú í rauninni mun minna mál fyrir mig en tad var fyrir tig! Vona ad tú náir gódum árangri :)
hetjan Ìris
;)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim