mánudagur til kvartana?
kominn mánudagur enn á ný!
nú er ég að komast í lærugírinn loksins, bara tæpar tvær vikur eftir :) fór á fund í dag um öldrunarprófið og við fengum að sjá gamalt próf frá 2004. hvað er málið með að semja spurningu sem fyllir eina blaðsíðu? maður hefur nú ekki endalausan og ótakmarkaðan tíma til að lesa spurningar í blessuðum prófunum sko! en nei, nei...hún bara semur heilu sögurnar af einhverjum ímynduðum sjúklingum sem við eigum svo að ákveða hvað á að gera við!
og þá er kvartskammturinn í dag búinn ;)
enn er ekkert svar komið frá ljósmæðrunum og ekki laust við að ég sé farin að fá smá fiðring í magann...nú þegar ég er byrjuð að lesa þá læðist að mér smá ósk (en bara pínulítil) um að ég komist ekki inn, bara svo ég þurfi ekki að vera í prófum næstu jól :) er alveg komin með nóg af þeim get ég sagt ykkur!
að lokum verð ég að deila með ykkur mynd af yndislegustu börnum í heiminum, en hún Ásta mín sendi mér nokkrar myndir frá Svíþjóðinni :) Get ekki beðið eftir að sjá þau öll í sumar!!!
Kristín með Baldur litla og Sigurbrandur sætustu systkynin
2 Ummæli:
Sæl mín kæra.
Mánudagur til mædu? jú og kvartana...tad er einskonar mæda ;)
Gaman af myndum af systkinum frá Svítjód. Flott med litla bródur :)
Gangi tér vel öfga spurningar sem og adrar í prófunum.
***
takk sæta mín ;)
***
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim