laugardagur, apríl 08, 2006

Partý partý

Jæja, þá hefur maður smá að segja LOKSINS!!!!!

Ég fékk nefnilega skemmtilegt sms í gær (í gegnum ogvodafone síðuna) þar sem mér var boðið í partí hjá einhverjum Agli.
Það fyrsta sem mér datt í hug var að Gillinn okkar væri kominn til landsins frá Ammríkunni, en það kom í ljós að þetta var hann Egill vinur minn úr Árbæjarskóla sem ég hef ekki séð eða heyrt frá í nokkur ár.
Svo að við hjónakornin skelltum okkur bara í partíið og það var bara mjög næs, sá nokkra krakka úr Árbæjarskóla sem ég hef ekki séð í mörg ár.

Það var reyndar ekki auðvellt að finna þessa íbúð sem er í Bryggjuhverfinu, því að húsin eru ekki í númeraröð!!!! Hversu heimskulegt er það!!!
Við byrjuðum að keyra eftir einhverri götu þarna niðurfrá og númerin voru í einhverri svona röð: 5, 11, 23, 7, 35 o.s.frv. En okkur tókst að finna þetta fyrir einhverja slysni.

Þetta kvöld endaði bara mög vel og maður var bara nokkuð stoltur af sér að hafa farið og mjög stoltur hvað maður tórði lengi eða alveg til hálf tvö.

Jæja, segjum þetta nóg í bili.

Óli hófdýr (party animal)

2 Ummæli:

Þann 10:03 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

ég væri maður í að skella mér í eitt old school arty farty party. allt of lítið um það upp á síðkastið:P

 
Þann 10:56 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hehe, taka einn óldara! líst vel á það.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim