ég hef aldrei prófað það að þurfa að halda áfram að læra eftir prófin! mjög skrítið því maður er svo tómur í hausnum svona rétt eftir páfagauka-lesturinn! er allavegana að reyna að lesa yfir lokaverkefnið (50 bls) í síðasta sinn og í leiðinni glósa upp úr því þau atriði sem mig langar að fjalla um á power point fyrirlestrinum mínum 24. maí. þetta er ekkert að ganga sko, næ athygli í svona 5 bls í senn og er svo staðin upp að gera eitthvað allt annað! en þetta hlýtur að koma...
er annars mikið að hugsa til Írisar og Navids í augnablikinu því þau misstu bróður hans Navids í síðustu viku, allt allt of ungan! lífið er stundum svo óréttlátt, en við verðum að muna að það er örugglega tilgangur með okkur öllum hér á jörðunni og þegar við erum tekin ung er það vegna þess að okkar er þörf til góðra verka annars staðar! vildi þó óska þess að þau væru ekki svona langt í burtu frá okkur núna en sendi þeim góða strauma og bið guð að passa þau!

þangað til næst...njótum hvors annars og lífsins því það er allt of stutt!!!
Hrafnhildur Margrét
***
2 Ummæli:
Takk fyrir góda strauma...og vidhald á msn ;)
Gangi tér vel vid ad einbeita tér ad ritgerdinni tinni og power point fyrirlestrinum.
***
hæ Íris mín..já viðhald mun halda áfram á msn, no doubt ;)gangi ykkur sömuleiðis vel með ritgerðina og allt sem þið gangið í gegnum núna!
knús
***
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim