mánudagur, maí 08, 2006

hitabylgja og bíflugnafár

hæhó
helgin okkar Óla míns var mjög góð :) við fórum í mat til mömmu á föstudaginn...notalegt að vanda! svo sváfum við út á laugardaginn og vöknuðum við þessa líka veðurblíðu, yndislegt alveg! verst þó hvað bíflugnadrottningarnar sækja inn í íbúðina okkar þessa dagana, held að Óli sé búinn að henda 5 út núna á einni viku...ekki kem ég nálægt þessum kvikindum, þó mun skárri séu en geitungarnir :) við útréttuðum ýmislegt yfir daginn og komumst yfir margt sem við höfum ætlað okkur að gera lengi þannig að það var fínt. Svo fór kvöldið bara í rólegheit og tv gláp..enda verður maður bara nokkuð latur í svona mollu sem var. Sunnudagurinn var enn heitari og ákváðum við því að skella okkur austur fyrir fjall til Ingu, Heimis og Rögnu Bjarneyjar. Maður er aldrei svikinn af heimsókn til þeirra...þvílíkir höfðingjar heim að sækja...takk fyrir okkur :) við enduðum svo daginn á besta veg...fórum í heimsókn til Andra Más...hehe, gott að Halli og Berglind eru ekki mjög athyglissjúkt fólk ;) það var yndislegt að vanda...hann sofnaði í fanginu á mér og bræddi okkur Óla þvílíkt!!! Þannig var nú helgin okkar :)
hafið það nú gott
***

p.s nokkrar myndir í maí-albúminu

5 Ummæli:

Þann 6:35 e.h. , Blogger Ìris sagði...

Já gott med sumarblíduna hjá ykkur líka. Gott ad vita af tví.
Heyri smá eggjstokka klingur hjá sumum...
Alltaf gott ad heyra frá tér á blogginu Hrafnhildur mín.
Hafid tad áframhaldandi gott í vedurblídunni. Og gangi ykkur vel ad berjast vid bíflugnafárid ;)

knús frá okkur í køben,
***

 
Þann 6:44 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

já, Íris mín, við erum stundum svolítið langt í burtu hvor frá annarri! annars með klingrið, það er löngu byrjað ;) verður örugglega enn háværara þegar ég mæti í vinnuna 1.júní og sé um öll þessi litlu kríli :)
knús og koss
***

 
Þann 7:50 e.h. , Blogger Inga sagði...

Takk fyrir komuna elskurnar okkar...alltaf frábært að fá ykkur í heimsókn :o)

Kv Ingapinga og fjölsk :)

 
Þann 11:43 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

.. Hvað er máli með þessar flugur, þetta er bara plága!! þær eru ágætar í fjarlægð en maður vill nú ekki fá þær inn til sín! :/

 
Þann 3:01 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hæ Inga mín :)
alltaf gaman að kíkja til ykkar í kyrrðina á selfossi!!!
***

og blessuð Þorbjörg :)
já, þetta er sannkölluð plága, hef aldrei kynnst öðru eins! get ekki sagt að ég hlakki til þegar geitungarnir fara að vakna til lífsins!

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim