svefn, rigning og rok og veggir í lit sem minna á...
Góðan og blessaðan maí mánuð :)
Já, góðir hálsar, commentametið var slegið hér á litla horninu í veröld okkar Óla um helgina! Mjög gaman að heyra frá ykkur sem hafið ekki commentað áður, og endilega keep up the good work! Þetta er svo miklu skemmtilegra svona :)
Helgin okkar Óla var annars ansi góð.
Þetta byrjaði bara einkar "skemmtilega" á laugardagsmorgni þegar liðið hér í blokkinni ákvað að taka til á lóðinni í rigningu og slagveðri!!! Það er langt síðan mín hefur orðið svona blaut...og já, pirruð, enda fólk að sópa stéttina í vatni og drullu! Við Óli tókum sko ekki þátt í svoleiðis vitleysu, potuðum eitthvað aðeins í beðunum og flúðum svo í heita sturtu...enda nóg að framkvæma inni í hlýju og notalegu íbúðinni okkar ;) Við kláruðum svo fataskápinn og er hann æðislegur núna...loksins sé ég hvað ég á af fötum og hhm, hversu mikið ég á af þeim ;)
Sunnudagurinn fór í að sofa út!!! Svo var Óli minn svo duglegur að hann málaði vegginn fyrir ofan rúmið okkar í súkkulaði brúnum lit sem gerir herbergið mun meira kósý og svefnherbergislegt :) Liturinn minnti hann þó á nokkuð annað en súkkulaði...ojj, if you know what i mean...hann er húmoristi maðurinn, það verður ekki tekið frá honum :)
En útkoman var annars bara ansi góð að okkar mati...finnst ykkur það ekki?
Það eru semsagt fleiri myndir inni á apríl albúminu fyrir áhugasama ;)
hafið það gott elskurnar mínar og verið svo dugleg að commenta!!!
Hrafnhildur
***
5 Ummæli:
já, piss og kúk húmorinn skilar alltaf sínu:P keep bloggin'!!
jamm, we will keep on bloggin' brósi minn ;)
Notalegt hjá ykkur. Held ad tad sé betra ad halda sig vid súkkuladi vidlíkinguna, en hitt...
Meiri vitleysan ad hamast svona í gardvinnu í slagvedri. Engir nema íslendingar....!
Hafid tad gott.
***
hehehe, húmorinn er alltaf í lagi hjá Óla :-)
Já Íris mín, það var það sem ég sagði einmitt...engir nema íslendingar :) já, veggurinn er súkkulaðibrúnn og ekkert annað!!!
alltaf gott að heyra frá þér sæta mín!
***
Já, finnst ykkur ekki? ég hló að minnsta kosti mikið þegar hann var búinn að maka nafninu sínu á vegginn með litnum...hehe
***
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim