fólk er farið að...
biðja um meira blogg! það þykir mér vænt um :)
hinsvegar er þó mikil gúrkutíð hér í skaftahlíðinni og lítið um að vera annað en vinnan hjá okkur báðum! næstu helgi er útskriftin mín...er enn að velta því fyrir mér hvort ég á að vera að mæta á þetta eða ekki...ca þriggja stunda upptalning á nöfnum, get ekki sagt að mér þyki það spennandi!
á morgun er líka 17. júní...er enn að átta mig á því að það sé yfir höfuð kominn júní...sumar...og sól? lítur út fyrir rigningardag og inniveru hjá okkur á morgun! eins og þið sjáið þá er lítið um að skrifa þessa dagana...kannski ekki nema von að maður bloggi sjaldan...vorkenni fólki að lesa þetta blaður!
vonandi verður eitthvað að frétta næst...
***
8 Ummæli:
Hæ elskan mín:)
Gaman ad fá meira blogg. Okkur er engin vorkunn af tessu. Ànægja ad heyra meira af ykkur hjúum, og tví sem er ad gerast í skaftahlídinni ;)
Finnst nú tú ættir ad láta sjá tig í eigin útskrift, en get vel skilid litla löngun til ad hlusta á upplestur 300 nafna...En er ekki hver og einn kalladur upp og afhent prófskjal? Tad er nú líka smá sport...Og tú mátt sko vera stolt af árangrinum. Hjúkrunarfrædingur! Kúl.
Leitt ad heyra med rigninguna tess dagana, sérstaklega á tjódhátídardegi.
Hér er talsverd sól og hlýjindi. Vildi gjarnan taka tátt í hátídarhöldum hér í borg, en er bundin prófundirbúningi. Stefni tó á ad ná einum øl med vinum ad íslensku bergi brotnu, annad kvöld.
Vona annars ad tid eigid góda helgi sæta par.
Og tú ert líka dúllan mín...! ;)
knús,
***
sælar :)
já, held nú að ég mæti á þetta... það er nú alltaf pínu hátíðlegt að vera kallaður upp og fá skírteinið!
gott að veðrið er ykkur hliðhollara en hér á litla íslandi, hlýtur að létta lundina í prófundirbúningi ;) vona að verði gaman í öl með íslendingum...bið að heilsa ef ég þekki einhvern þar!
knús og ástarkveðjur,
***
hæhæ.. það er nú líka gúrkutíð hjá mér en alltaf gaman að skoða blogg. :o) auðvitað mætirðu á útskriftina þó þetta verði nú kannski ekki það skemmtilegasta.. spurning um að taka með sér góða bók til að glugga í .. :)
sjáumst skvís
Þorbjörg
Gledilegan tjódhátídardag! ;)
***
blessuð Þorbjörg :)
jú, ætli maður mæti ekki á þetta...
og sömuleiðis Íris mín! :)
***
hæ Hrafnhildur mín
Gaman að skoða bloggið þitt ;)
Langaði bara að segja hæ :)
kv Sara Natasha
hæ sara skvís :)
alltaf gaman að heyra frá þér og lesa viðburðaríkt bloggið þitt!!!
***
Èg er formlega ordin hád lestri tessa bloggs, og hef tví mikla törf fyrir nýja færslu...
Er í midju kafi í prófi í augnablikinu, sem er merki um hversu langt ég er sokkin í fíkn minni...
MEIRA BLOGG! ;)
ykkar vitleysingur og nett geggjud af prófritgerdar-smídi,
Ìris
***
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim