þetta blogg...
er tileinkað henni Írisi Þöll vinkonu minni sem mikið er í mun um að fá nýja færslu að lesa :) hún er nefninlega í prófum greyið á henni! vona ég að það gangi allt saman vel, sem ég veit að mun gera ;)
við Íris kynntumst þegar við vorum 6 ára og hún bjó í leirutanganum, að mig minnir. einn daginn keyrði mamma hana heim eftir skóla á saabnum góða og greyið íris skellti bílhurðinni á puttann á sér þegar hún var að kveðja! ætli hjúkrunareðlið hafi ekki komið upp í mér þá :) mikið vorkenndi ég henni greyinu...
upp frá því hófust kynni og vinskapur sem ég hef alltaf verið þakklát fyrir! við höfum gengið í gegnum súrt og sætt saman...og meðal annars skrifað saman hinar geysi vinsælu private bækur, ásamt henni svölu í seinni tíð ;)
alltaf var nóg að bralla og nóg að tala um þegar unglingsárin færðust yfir...það er manni svo mikilvægt að eiga góðan vin á þessum vandræðalegu árum! og það var íris svo sannarlega :) það eru ófáu næturnar sem við gistum saman og lítið sofið...bara talað út í eitt um, að okkar mati, mjööög mikilvæg málefni ;)
þegar fullorðinsárin færast yfir vill fólk gjarnan leita í sitthvora áttina en ég er fegin því hversu sterk tengsl eru á milli okkar írisar, að vináttan bara virðist ekki geta eyðilagst...hvað sem gengur á! hún minnti mig líka um daginn á miðilinn sem einu sinni sagði okkur að við hefðum svo tengdar árur...það bara hlýtur að vera eitthvað til í því :)
nú er íris gift frú í köben og ég sakna hennar mikið! það er þó bót í máli að hún er ekki lengra í burtu en það og hún á líka svo góðan mann og er svo hamingjusöm...það er fyrir öllu :)
þannig er nú það! gangi þér vel í prófinu sæta mín og hafið það sem allra best í seinkuðu honeymooni á ítalíu!!!!
***
5 Ummæli:
Elsku vinkona.
Kærar takkir fyrir blogg tetta tileinkad mér! Èg er ferlega stolt :)
Vil segja ad ég er einnig takklát fyrir vináttu okkar og "samtengdar árur" sem greinilega teygja sig milli landa ;)
Gaman ad tessari upprifjun úr leirutanganum, held svei mér ég hafi verid búin ad gleyma tessu med klemmda puttann! En hjúkrunarhæfileiki tinn hefur án vafa reynst vel gegnum tídina, eins og í útskriftarferd á krít...Èg er víst, og verd alltaf hrakfallabálkur af verstu gerd! Eins og tid Svala sérstaklega vitid frá atviki einu í bakgardinum í dalatanganum...hm-hm... ;)
Já ég sakna stundum kjaftagangsins á nóttunni. Navid fæst sjaldan til ad kjafta svo lengi um nætur...
Alltaf gott ad vita af tér, og ykkur Òla svona happy saman.
Og ég er bara einni símalínu í burtu... ;) eda trádlausu neti...
Kærar kvedjur og kossar og knús frá frúnni í køben, sem gekk bara nokkud vel á prófinu...
Ìris Þöll
***
hæ íris mín :)
innilega til hamingju með að vera komin í sumarfrí, það er æði! já, þú ert mikill hrakfallabálkur og ýmsar minningar á maður...alltaf hægt að hlæja að þeim ;) bara gott að þú slasaðir þig ekki meira á pallinum í denn!!! gleymi líka aldrei gammósíunum sem fundust nokkrum dögum seinna...hehehehe :)
já, kallarnir okkar virðast ekki eins spenntir yfir kjaftagangi á nóttunni...skrítið ;)
enn og aftur til hamingju með sumarfríið...gott að vita af þér í afslöppun!!!
knús
***
svo var ekki amarlegt fyrir mig í gegnum tíðina að sjá vinkonur þínar hlaupandi á nærbuxunum heima... hehehehe!!
hehehe!
já einar minn, það hefur ekki verið amalegt ;) enda gleymdu þær gjarnan að þú værir á staðnum...hehe! kannski verra þegar ég gleymdi að þú værir á staðnum...hm hm :)
***
Hæ sæta mín :)
Langaði bara að kíkja á þig og segja hæ ;) Gaman að lesa þetta blogg já þetta voru góðir tímar ó já :)
Hafðu það gott snúlla ;)
kv Sara Natasha
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim