óléttusögur
já, það er gott að eiga bróður sem á stórar náttbuxur þegar maður er að springa út úr sínum eigins buxum...segi nú ekki annað! minnti sjálfa mig óneitanlega mikið á phoebe í santa pants hér um árið :)
er annars komin 5 mánuði á leið í dag og á föstudaginn förum við í 20 vikna sónarinn! við hlökkum mikið til en vonum um leið að allt líti vel út...og að við sjáum ekki óvart einhvern lítinn sprella :) við viljum nefninlega ekki fá að vita kynið en sumir sjá það bara á sónarnum...sjáum til.
moli er annars farinn að verða ansi ofvirkur...mér til mikillar gleði :) þá veit ég að það er í lagi með hann! nú skil ég hvað konur meina með þvagblöðruna, hún er ekki á mjög hentugum stað þegar maður er óléttur ;)
svo eru komnar nokkrar nýjar myndir inn í ágústalbúmið...bumbumyndir frá ýmsum tímabilum og nokkrar af andra okkar dúllukalli þegar við vorum að passa hann ofl :)
3 Ummæli:
hihi já tetta er óneitanlega í phoebe stíl hjá tér:)
hugsa til ykkar á föstudag. Tyrftum ad fara ad hittast á msn sem fyrst ;)
Gaman ad myndum.
***
h0h0h0, bestu buxur sem ég á.. Afi hitti nagglann á hausinn þegar hann gaf mér þessar.. elska BIG pants!!! farið vel með ykkur, luv you og hlakka til að verða uncle Einsó;)
hæ íris mín :)
já, er sammála með msn-ið! reynum það sem fyrst ;)
knús
***
og hæ einar minn :)
þessar buxur eru yndið eina! ég reyni að fara vel með mig og ég veit þú verður besti uncle einsó ;)
luv you 2
***
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim