þriðjudagur, október 03, 2006

steini kallinn

svo það haldi nú ekki allir að það sé bara allt ömó hjá okkur núna þá ákvað ég að tími væri kominn á blogg. við steini kallinn höfum gert með okkur samning sem gengur út á það að ef hann lætur mig í friði þá læt ég hann í friði. enn sem komið er hefur hann haldið sig við samninginn en minnir á sig endrum og eins ef honum finnst ég full aðgangshörð í afnotum á líkama mínum og ef ég drekk ekki amk 3 lítra af vatni á dag. ég er líka hætt að vinna, víst erfitt að bjóða upp á starfskraft sem KANNSKI mætir á vaktirnar. bakið mitt er líka mjög sátt við þá ákvörðun. í staðin hef ég tekið upp meðgöngusund þrisvar sinnum í viku sem er bara mjög gaman. þess á milli reyni ég að vera húsmóðurleg...upp að því marki sem steini er sáttur við. fyndið samt eftir fyrsta sundtímann að stíga upp úr lauginni. þá fyrst fann ég hversu þung ég er orðin á mér. í vatni er maður svo þokkafullur með bumbuna og getur ýmislegt gert sem ekki væri eins fögur sjón á þurru landi :) svo verð ég að segja hversu heppin ég er með frænkur, fór á föstudaginn í meðgöngufatnaðsleiðangur til þeirra og held svei mér þá að ég þurfi ekki að versla neitt meira það sem eftir er meðgöngunnar...ekki slæmt það! á laugardaginn var svo árshátíð í vinnunni hans óla og er myndin hérna að ofan tekin af því tilefni (fleiri í september albúminu ef þið eruð áhugasöm). steini var svo góður að gefa mér frí þessa helgi og því gat ég notið matarins og skemmtiatriðanna alveg til 11 um kvöldið (afrek fyrir mig). þannig að þið sjáið að það er allt í lagi hérna í skaftahlíðinni...þrátt fyrir að ég gangi með barn og steina kallinn.

7 Ummæli:

Þann 1:54 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ sæta mikið ofsarlega ertu falleg ólétt ;) ótrúlega flott ;) Vildi bara seigja hæ ;) Væri gaman að vera í meira bandi gaman að sjá þig um daginn ;) '
kv Sara Natasha

 
Þann 2:52 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hæ sara mín :)
takk fyrir hólið! maður reynir að halda sér við...þó jogging buxurnar séu BESTAR! keypti mér reyndar ansi fínar meðgöngu-gallabuxur um daginn...get ekki án gallabuxna verið...hehe
en já það væri gaman að vera í meira bandi, er alveg sammála! nú hef ég kannski aðeins meiri tíma til þess að hitta vini og vandamenn :) þú mátt alltaf bjalla í s: 8668373
***

 
Þann 6:58 e.h. , Blogger Ìris sagði...

Hæ elskan mín. Frábært med óléttublogg :) madur er forvitin, eins og fyrri daginn...
Tek undir hól og hrós, tú ert einkar glæsileg med bumbuna tína :)
gott ad heyra af samningi milli ykkar steina tarna. Bara vonandi ad hann standi vid sitt! Hann torir ekki annad ef hann veit hvad bídur hans...
Hljómar snidugt med medgöngusundid.
Hlakka til ad heyra meira.
Njótid lífsins.

knús frá okkur hér í køben,
***

 
Þann 12:17 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...


Það var alveg rosalega gaman að fá ykkur í heimsókn á sunnudaginn, ég vildi bara að ég hefði haft meiri tíma til að spjalla. Við Halli og Andri verðum annars að fara kíkja í heimsókn fljótlega. Ég vona að hann Steini láti bara lítið fyrir sér fara.
kveðja Berglind, Halli og Andri Már.

 
Þann 1:54 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hæ íris mín :)
ég skal reyna að vera duglegri að blogga fyrir þig forvitnuna mína ;)
knús
***

og hæ þið öll :)
já það var rosa gaman að koma í kaffi á sunnudaginn var! allt of langt síðan við sáum andra síðast! takk fyrir okkur ;) þið eruð alltaf velkomin til okkar!!!
***

 
Þann 3:23 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

já, Steini kallinn.. Óli er bara kominn með keppinaut!!

 
Þann 1:49 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hehe :) já heldur betur!

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim