mánudagur, október 23, 2006

6 mánaða bumba :)

já sex mánuðir komnir af meðgöngunni...þetta styttist óðum....en er samt eitthvað svo langt....
maður notar tækifærið og tekur bumbumyndir þegar maður hefur nennt að dubba sig upp...yfirleitt vegna þess að maður er að fara út. í þetta sinn fórum við í skírnarveislu hjá raggý frænku og steinari. prinsessan skírð matthildur stella í höfuðið á afa sínum. voða gott að komast í kökur og annað góðgæti. meira að segja náði ég að svala marsípanköku-cravinginu mínu og allt :) svo var tekinn einn lost þáttur með einsa bró...þriðja sería...fáránlega spennandi þættir!
í dag fór ég í heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytið eftir sund. maður þarf víst að sækja um löggildingu á hjúkrunarleyfinu sínu...úps! er semsagt ekki orðinn löggiltur hjúkrunarfræðingur fyrr en ég hef greitt 5500 kr! hvað er eiginlega málið með það? en þá get ég strokað einn hlut af to do listanum mínum...sem er orðinn ansi langur...ótrúlegt hversu mörgu þarf að huga að áður en litlar dúllur koma í heiminn...eins og þetta eru nú lítil kríli! en það er gaman að þessu :)

svo eru komnar nokkrar nýjar myndir í októberalbúmið :)

4 Ummæli:

Þann 6:16 e.h. , Blogger Ìris sagði...

vá hvad tú ert sæt og flott! tú geislar :)
ekkert lítid myndarleg ófrísk kona. Òli getur ekki annad en verid ánægdur med sína. Vona ég fái svona flotta bumbu einhvern daginn tegar kemur ad mér í tessu... Eins og tú sagdir, snidugast ad vera ekkert á sama tíma ad tessu. Èg fæ tá bara lánud tín óléttuföt. Ef ég verd ekki stærri en hvalur...
Heyri ad tad er nóg ad gera hjá tér.
Og hvad er málid med ad tad kostar ad vera löggilt hjúkka...? allt kostar nú...
Bestu kvedjur frá okkur í københavn,
***

 
Þann 3:43 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Rosalega flott bumba!
Bara næstum því eins og þú hafir skellt bolta undir bolinn!
Færðu þá janúarkríli?
Hreiðar minn fæddist 16. janúar og það var voðalega næs að kúra í myrkrinu og kuldanum heima og bíða eftir vorinu á meðan hann var svona lítill:) Svo þegar hann var kominn aðeins á kreik var komið vor og hægt að njóta sín í sólinni:)
Vona að þú farir nú að losna við þessa verki svo jólin verði nú ljúf og þú náir að hlaða batteríin fyrir herlegheitin!
Gangi þér rosalega vel:)
Hulda

 
Þann 1:32 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hæ stelpur mínar :)
rosa gaman að fá smá hól...sérstaklega þegar maður upplifir sjálfan sig eins og hálfgerðan flóðhest...er stundum e-ð svo þung á mér og klunnaleg ;)
íris mín þú færð alveg pottþétt æðislega bumbu e-n daginn! þú getur ekki annað en verið flott :)
og blessuð hulda! gaman að heyra frá þér! ég er sett 4 febrúar en gruna sjálf að það verði aðeins fyrr...já, ég held það sé voða kósí að kúra með eitt lítið í skammdeginu...hlakka svo til :)
takk fyrir baráttukveðjur, ég er öll að koma til ;)
gangi ykkur báðum líka rosa vel í öllu ykkar!!!

 
Þann 4:51 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

jiii hvað þú lítur vel út. Sæt og fín bumba. :) .. en ég er alveg sammála með þessa þúsara fyrir löggildinguna!! hvað er það?? Þýðir víst lítið að tuða.

gangi þér áfram vel í óléttunni. :o)

(nú fer ég að setja inn einhverja netta bloggfærslu)

kv Þorbjörg Inga

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim