mig dreymdi....
bílinn okkar í nótt. ég var að leggja honum í þröngt stæði og rak hurðina tvisvar sinnum í annan bíl við hliðina á mínum. ég er frekar berdreymin og hugsaði með mér í morgun hvort ég ætti ekki bara að sofa áfram og sleppa því að keyra óla í vinnuna. en löngunin í meðgöngusund var yfirsterkari þreytunni og undirmeðvitundinni. og viti menn, þegar ég var rétt lögð af stað til baka byrjuðu þessir líka dynkir og læti þegar ég beygði til hægri. er þá ekki festingin sem festir dekkin við stýrið (mjög fagmannlega orðað) e-ð að gefa sig...eins gott að keyra ekki hratt svo þau detti ekki af! pabbi bjargaði mér og skutlaði mér líka í sundið (heppin ég). hata bílavesen! hata það svo mikið! og ekki er viðgerðin ókeypis heldur...reyndi þó að róa pirringinn og stressið því nú er ég víst komin það langt á leið að barnið er alltaf í sama skapi og ég...þannig að ef mér bregður eða líður illa, þá líður því enn verr OG lengur en mér...samkvæmt fræðunum. þessi meðganga er farin að verða ansi góð æfing í þolinmæði og jafnaðargeði...tveir eiginleikar sem mér voru EKKI gefnir í vöggugjöf :)
5 Ummæli:
Úff já, man sko hvað minn litli rauði bíll var alltaf e-h að bila. Núna þarf ég engar áhyggjur að hafa þar sem í Stockhólmi fer ég allra minna ferða í lestum:-) mjög þægilegur ferðamáti og kostar bara 6000kr á mán....
kveðja
Magney.
vá...ég hélt einmitt að þolinmæði og jafnaðargeð...allavega það seinna væri einmitt þínir styrkleikar... :)
sendi góða strauma yfir heiði
Knúsingur frá okkur á selfossi
Ings
Elskan mín. Tínir draumar hafa alltaf verid til ad stóla á!
Gangi tér vel med tolinmædina og jafnadargedid fyrir litla mola.
Er farin ad hlakka til ad hitta hann :)
og gangi ykkur vel med bílinn.
Tek undir med Magneu og hrósa almennum samgögnum, ég er í lestinni í køben, ef ég er ekki á hjólinu sem ég er oftast. Lítid mál :) og ódýrt aldeilis.
Mæli med ad tid skellid ykkur til køben!
(má reyna ad lokka ;)
knús
***
hæhæ magney :)
gaman að geta fylgst aðeins með þér í svíþjóð! væri alveg til í svona góðar samgöngur á íslandi!!! gangi þér vel með allt þitt :)
og hæ inga mín :) ég er kannski bara svona góð leikkona ;)
knúsingur til baka
***
og elsku íris :) held það sé ekki laust við að moli hlakki líka til að hitta þig! hann sparkaði að minnsta kosti þvílíkt mikið á meðan ég las kommentið ;) og það er nú aldrei að vita hvað maður gerir með köben í framtíðinni! fleira en samgöngurnar sem lokka sko ;)
knús og koss
***
bíllinn minn fer nú bara í gang ef hann nennir... ef það er kalt þá er hann ekkert að nenna þessu:( Þeir hafa víst sinn eigin vilja þessir bílar?
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim