miðvikudagur, október 25, 2006

Molinn okkar :)

þetta var magnaður dagur! í dag fengum við að SJÁ barnið okkar! og það er fallegasta barn í heiminum og geiminum :) virðist vera með óla nef og líka nokkuð líkur einari brósa þegar hann var lítill. ég á kannski stóru tánna ;) settum nokkrar myndir í albúmið hans mola svo þið getið skoðað dýrgripinn betur! við fengum ekki að vita kynið en okkur finnst þetta voðalega strákalegar myndir! væri kannski gaman að gera smá skoðanakönnun hérna inni og sjá hvort kynið þið haldið að gullið okkar sé? núna get ég að minnsta kosti ekki beðið eftir að fá hann í hendurnar...en samt ekki of snemma sko...hann þarf aðeins að fita sig meira og þroskast þangað til í janúar :) en ég mæli með þessu við alla ólétta! núna er þetta svoooo raunverulegt og ég er farin að geta séð þetta allt saman fyrir mér...það ER barn þarna! maður einhvernveginn verður tengdari því...og það er sagt að því fyrr sem tengsl milli foreldra og barns byrja, því betra :) veit ekki hversu oft ég hef skoðað myndirnar og vidjóin...með sólheimabrosi ;)
proud mama

5 Ummæli:

Þann 1:09 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

ohmygod hvað þetta er falleg og friðsæl mynd :)... get ekki betur séð en að drengurinn sé nokkuð líkur pabbanum :)

knús frá okkur
Ings

 
Þann 2:28 e.h. , Blogger Ìris sagði...

Vá hvad tetta er yndislegt og frábært :) ótrúlega skýr og flott mynd! hann (kannski hún) er yndi. Held ég sé alveg ordin á tví ad tetta sé strákur. Mest vegna tess ad tid talid um HANN, en ekki hana... En nú sjáum vid til. Hvort sem verdur, er ædi:)

 
Þann 5:19 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Vá!! Komin svona skýr mynd! Amman táraðist og fékk kökk í hálsinn, afinn stoltur!

Okkur sýnist að hér sé að koma strákur en hvort kynið sem, þá segjum við eins og Íris, að barnið er ÆÐI

Hlökkum til að rugla í þér Moli.

Anna amma og Gunnar afi

 
Þann 11:46 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ, hæ
Æðislegar myndir af litla bumbubúanum:)Svo skýrar og flottar enda fullkomið myndefni.
Hlakka til að sjá bumbubúann:)
Verð að fara að kíkja á þig gengur ekki lengur.
Kv. Berglind Rut

 
Þann 1:15 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Töff myndir!!

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim