þriðjudagur, október 31, 2006

ökuníðingur með skoðanir

ég var að keyra í gær á bílastæði smáralindar...það er nú varla frásögum færandi...nema hvað...ég er nú ekki þekkt fyrir annað en að taka gott tillit til gangandi vegfarenda þegar ég er úti að keyra sko...en í gær hræddi ég líftóruna úr einum! ég var að beygja inn í stæði og kona gengur í veg fyrir bílinn...allt í lagi með það...ég bara stoppaði og beið...en rakst því miður í bílflautuna þegar ég sneri stýrinu...ég áttaði mig ekki á því að það væri ég sem lægi á flautunni og bölvaði dónanum í huganum sem ekki gæti beðið eftir að greyið konan færi frá! og sjokkið sem ég fékk þegar óli spurði hvað ég væri eiginlega að pæla...og enn meira sjokk þegar ég sá að konan var mamma hennar nönnu...með þvílíkan skelfingarsvip á sér! úff maður! þannig að nanna mín, ef þú lest þetta...vertu nú svo sæt að biðja hana móður þína afsökunar fyrir mig...vona að hún sé búin að jafna sig!!! þetta var sko ekkert lítið nett flaut heldur ég á flautunni!

og annað mál...veit ekki hvort þið sáuð viðtalið við reyni tómas fæðingarlækni í gær...um þrívíddarómskoðanir...sem hann er mjög á móti! ég ber auðvitað virðingu fyrir hans skoðunum, en það er einmitt það sem hann var með í gær...ekki rök gegn þrívíddarsónar...heldur eigin skoðanir...sem þó voru alls ekki órökréttar...enda gáfaður maður þarna á ferð...þó kannski eilítið gamaldags, veit ekki! þar sem við erum nýbúin að fara, hlustaði ég af athygli og var ekki sannfærð! ég sé sko ekki eftir því að hafa farið...enda engin hætta á ferðum! ein skoðun hans var sú að fólk fengi skemmtun út úr 20 vikna sónarnum uppi á spítala, og að það væri bara nóg! mér fannst það pínu fyndið þar sem ástæðan fyrir því að við ákváðum að fara í þrívíddarsónarinn var einmitt sú að við höfðum enga skemmtun upp úr 20 vikna skoðuninni! ljósmóðirin var bara trunta sem nennti þessu ekki, kláraði á 10 mínútum og gleymdi að taka myndir fyrir okkur! þannig að ef hann reynir tómas er svona á móti því að fólk fari í þrívíddarsónar, þá ætti hann að byrja á því að ræða við ljósmæðurnar á fósturgreiningadeildinni og segja þeim að haga sér almennilega...þá færu kannski færri í hitt! og hana nú, þá er ég hætt að tuða :)

hver getur líka verið á móti því að fá að líta bjútíið okkar augum...sem by the way er alltaf hikstandi...frekar fyndið ;)

4 Ummæli:

Þann 6:18 e.h. , Blogger Ìris sagði...

hahaha ég er í kasti yfir ökunídingnum Hrafnhildi, og tad med læti á mömmu hennar Nönnu! ÝKT fyndid finnst mér. Tilviljun, eda bara lítid land... :)
Er ekkert inní umrædum um trívíddarsónar. Heg einungis heyrt um tetta hjá ykkur. Finnst bara brillíant ad fólk geti notad tennan möguleika. Og tek undir, sérstaklega tegar ljósurnar geta ekki unnid starf sitt almennilega vid skodunina.
knús til ökunídingsins ;) og myndada bumbubúans,
***

 
Þann 1:32 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

já þetta er pínu týpískt fyrir ísland...að þurfa endilega að gera eitthvað svona við einhvern sem maður þekkir! hér þekkja líka allir alla :)
knús til baka
***

 
Þann 12:58 e.h. , Blogger Ìris sagði...

Góda helgi sæta par!
***

 
Þann 3:46 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hæ Skvís og til hamingju með litla gullið ykkar... :)

Núna eru 3 vikur í mína og væri ég svooona líka bara til í að fá hana í hendurnar NÚNA!! skil ekkert hverjum datt í hug að hafa meðgöngu 40 vikur.. bara bull!

Skemmtilegt að við skulum vera sitthvorumeginn við Írisi, báðar óléttar á sama tíma.. :) nóg að gera fyrir hana að fylgjast með.. og full time job að kela þegar hún kemur heim í heimsókn... ;) híhíhíh...

Ég er að fylgjast með þinni meðgöngu og hlakka til að sjá gullið þegar það kemur... Gangi þér vel á lokasprettnum.. :)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim