smá update

humm látum okkur nú sjá, hvað er búið að drífa á daga mína undanfarið? já, 1. nóv fékk ég launaseðil og hringdi hissa í vinnuna. þar hló launafulltrúinn að mér og spurði hvort ég hefði virkilega haldið að ég fengi engin laun bara af því að steini kom óumbeðinn inn í líf mitt :) sýnir hversu lítið ég þekki réttindi mín! kom sér ansi vel bara því nú get ég sótt um fæðingarorlof sem eru mun betri greiðslur en fæðingarstyrkurinn sem ég hélt að ég fengi...ekki alltaf slæmt að búa á íslandi greinilega :) 3. nóv var síðasti tíminn minn í meðgöngusundinu og eftir hann komu tvær bumbur til mín í gulrótarköku. við vorum að vinna saman á sængurkvennadeildinni og þurftu þær báðar líka að hætta vegna veikinda á meðgöngunni! greyið deildastjórinn okkar :) gaman að spjalla við þær um ýmislegt sem ég veit að aðrir nenna ekki að ræða ;) þetta blogg er líka orðið hálfgert meðgöngublogg þannig að ég skil svosem að fáir lesi þetta! svo um helgina var matur fyrir tengdamömmu sem varð fimmtug 29.okt. fengum partískinku...rosa góður matur en kannski ekki skynsamlegt á meðgöngunni...var ansi bjúguð á fótunum þegar ég kom heim...saltið sko ;) svo var alveg brjálað veður um nóttina og fram á sunnudag...kúrðum þá bara undir teppi og höfðum það gott með kertaljós. í dag hef ég verið að reyna að komast einhversstaðar að í meðgöngujóga...meira hvað það er erfitt eitthvað! við erum greinilega allt of margar óléttar á íslandi í dag :) svo fyrirlestur um brjóstagjöf á miðvikudaginn...tek óla með :) semstagt nóg að gera...hver hefur tíma til að vinna með svona dagskrá ;)
6 Ummæli:
Sæl mín kæra.
Frábært tetta med launada veikindafríid! alltaf gott ad komast ad einhverju jákvædu vid starf sitt, launalega séd!
Er alveg voda ánægd med bumbumyndir. Og allt óléttublogg tykir mér eiga sérstaklega vel vid, hvad er annars mikid merkilegra ad segja frá tegar annad eins vex og dafnar í eigins maga? Èg fylgist spennt med :)
Gott ad tid hafid tad gott saman sæta par.
Mér tykir líka allt vera fullt ad bumbum og barnavögnum í køben. Held tetta sé í tísku!
knús og kossar,
***
ps. hef kíkt oft á myndirnar af mola. Svakalega fallegur!
hæhæ.. greinilega mikið að gera í óléttunni. þú lítur rosa vel út og tekur þig einstaklega vel út með bumbuna. Æði.. og þessar myndir eru alveg ótrúlegar.. og tæknin!!
gangi þér vel og vonandi lætur steini kallinn ekki sjá sig meir ;o)
kv
Þorbjörg Inga
hæ stelpur mínar :)
er glöð að einhver nennir enn að lesa bloggið mitt ;) enda er þessi ólétta mér efst í huga alla daga...held það sé bara eðlilegt! og moli er náttúrulega stoltið okkar og algjört undur að geta séð hann/hana svona skýrt strax núna :)
hafið það sem allra best!
***
Ekki eitthvad ad frétta af ykkur tremur?
forvitin og ekkert ad vinna í dag....
;)
***
hæ íris mín :)
bara gott að frétta af okkur þremur! er að fara í fyrsta jógatímann í dag...verður forvitnilegt! verðum svo að fara að reyna að hittast á msn sem fyrst ;)
***
jú ekki spurning med msn date sem allra fyrst ;)
***
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim