
29 vikur + 4 dagar
ókei, ég var í alveg einstaklega vondu skapi þegar síðasta færsla var skrifuð! tek samt ekkert af því til baka! ég er sé þetta nefninlega svona:
manneskja les óáhugavert blogg=sleppir því að kommenta=getur alveg eins sleppt því að lesa því henni þykir bloggið óáhugavert hvort eð er!
annað er bara forvitni og tímaeyðsla af hálfu manneskjunnar! ég veit nefninlega að mun fleiri lesa en kommenta! er með teljara!

svo ég vendi nú kvæði mínu í kross og hætti að væla, þá er ég nú ekki alltaf í vondu skapi (þó fýluköstunum virðist fjölga eftir því sem á líður meðgönguna...hmmm). ég var t.d í einstaklega góðu skapi í gær...við óli minn vorum 5 ára og áttum líka 4 ára trúlofunarafmæli! í tilefni þess lá leið okkar á lækjarbrekku! og maturinn ekki af verri endanum (mín ástríða þessa dagana): óli fékk sér humarveislu...s.s rjómalöguð humarsúpa, þríréttaður humar-aðalréttur og fullt af ís í eftirrétt. ég fékk mér rjómalagaða villisveppasúpu, lambakjöt og humarhala í aðalrétt og súkkulaðisælu (4 teg af súkkulaðiréttum) í eftirrétt. yndislegt alveg hreint, þrátt fyrir að maginn minn og moli hafi barist um plássið allan tímann! maturinn vann greyið bumba í þetta sinn :)
en eeeellllskurnar mínar...verið nú dugleg að kommenta...það gleður mitt litla ófríska hjarta svo óendanlega!
og eigið fabulous helgi (ein búin að horfa á of mikið sex and the city)
11 Ummæli:
mmmm...hljómar yndislega, maturinn ykkar beggja á lækjarbrekkunni. Sérstaklega súkkuladisælan! nammi.
Takk sömuleidis megid tid sætu hjú eiga fabulous helgi.
knús frá miklum jólafíling í køben,
***
Hæ hæ, innilega til hammingju með 5 árin og 4 árin líka:-)
Á það alltaf eftir að fara á lækjarbrekku, en það er efst á matsölu listanum þegar ég kem heim:-) mmmm fæ mér þá súkkulaðisælu...er mikið fyrir eftirréttina:-)
jæja hafðu það sem allra best ætla að fara að horfa á sænska idolið, svaka spennandi.
Væri gaman að heimsækja ykkur þegar ég kem um jólin....
puss puss
Magney:-)
ps. flott bumban fína sem vex og dafnar :)
hæ íris mín og takk fyrir "síðast"!
njóttu þín í jólafílingnum í köben ;)
knús,
***
og hæ magney :)
mæli eindregið með lækjarbrekkunni!
og hafðu gaman yfir idolinu ;)
er sammála að gaman væri að sjást um jólin...kannski ég nái að plata þig, lilju og þorbjörgu til mín bara! ekki slæm hugmynd :)
takk sömuleidis fyrir sídast! ;)
***
komment komment komment og ég skulda þér mörg slík! ég er ein af þessum slúbbertum sem lesa og "gleyma" að kommenta en ég lofa að bæta mig ;)
.. já svo vil ég endilega hafa þennan hitting!!!
knús og kram frá næturvaktinni.
Þorbjörg slúbbert
Já líst rosa vel á það, væri gaman að hittast allar:-)
Kveðja
Magney
Hæ, hæ.
Gaman að sjá þig síðast, verðum að fara að hittast oftar.
Til hamingju með 5 árin og 4 árin:) Mér finnst svo stutt síðan þið voruð að byrja saman:)
Gangi þér vel með bumbuna.
Kveðja, Berglind Rut
hæ berglind :)
já takk fyrir síðast! rosa gaman að sjá þig og skvísurnar ;)
verðum í bandi og gangi þér vel í verkefnum og prófum!!!
Ertu búinn að láta Óla vakna á nóttunni til að kaupa eitthvað fyndið að borða?
kv,
Gilli ;)
hæ gilli minn :) gaman að heyra frá þér! það hefur komist nálægt því að ég hafi vakið greyið óla minn um nótt...en hef samt ekki hjarta í mér til þess ;) einu sinni sendi ég hann þó á mcdonalds kl rúmlega 9 um kvöld til þess að kaupa handa mér ostborgara, franskar og jarðaberjasjeik...mmmm!
vonandi gengur annars allt vel hjá ykkur!? og til hamingju með afmælið um daginn :) væri gaman að sjást áður en við óli vöðum í bleyjum! þið vitið hvar við erum ;)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim