lífið með mána
mamma er hérna með mána þannig að nú gefst smá færi fyrir mig að skrifa færslu. hér gengur mjög vel, máni stækkar og stækkar og líður mun betur í maganum, við erum búin að fara með hann nokkrum sinnum út í vagninum sem við fengum lánaðan hjá halla og berglindi, og í bíltúra líka :) við erum smám saman að venjast svefnleysinu sem óhjákvæmilega fylgir barneignum og nú í vikunni fékk óli smá forsmekk af því hvernig það er að vera útivinnandi faðir því það er eitthvað voða mikilvægt námskeið í vinnunni sem hann varð að mæta á en svo fær hann frí í næstu viku í staðin. við máni kúrum hér saman á meðan og það væsir sko ekki um okkur en ég ber óneitanlega mun meiri virðingu fyrir einstæðum mæðrum núna!!! ;) svo eigum við líka svo marga góða að, það eru sko ófáar hendurnar sem nenna að taka mána og leyfa mér og óla að leggja okkur eða komast í sturtu...að ég tali nú ekki um að borða í friði :) en þetta er yndislegt og við erum svo glöð með mánann okkar...hvað hann er fallegur og heilbrigður! við setjum svo inn fleiri montmyndir af gullinu eins fljótt og tími gefst til!
4 Ummæli:
Elskurnar mínar.
Mikid hljómar tetta yndislega og notalega hjá ykkur.
Njótid ykkar áfram :)
Hlakka bædi mikid til ad sjá fleiri myndir af Mánanum, og enntá meira ad hittast!
knús og kossar
***
Hæ hæ.
Frábært að þetta gengur svona vel. Njótið þess bara að vera heima og kúra saman, þetta er svo fljótt að líða.
Kveðja Berglind Rut
Hæ elsku litla fjölskylda :) ...við erum bara búin að vera að bíða eftir að heilsufarið hér á bæ batni svo við getum vogað okkur í heimsókn, viljum nú ekki fara að bera einhverja flensu í litla manninn :) ...ætlum að reyna á morgun jafnvel :)
knús og kossar frá selfossi :)
Elsku Hrafnhildur. Til hamingju med afmælid! Eigdu frábæran dag :)
Bestu kvedjur frá klemmuhelginni í århus,
Eva, Inga Karen, Sólveig, Svala og Ìris
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim