the couch potato is still alive
hæ þið öll :) vil byrja á að þakka fyrir öll sætu kommentin og góðu hugsanirnar frá ykkur! yndislegt að finna fyrir því að hugsað sé til manns! hef ekki verið dugleg að sitja við tölvuna og er orðin sannkölluð couch potato...en hef góða afsökun því blóðþrýstingurinn hagar sér ekki vel öðruvísi ;) vona því að þið fyrirgefið kommentaleysið af minni hálfu! já, ég er enn ólétt og nei, það virðist ekkert vera að byrja að gerast...stöku samdráttur hér og þar en engir verkir! held svei mér þá að moli hafi það bara allt of gott þarna inni :) er núna komin rúmar 39 vikur á leið og bara trúi því ekki að ég eigi kannski eftir að þurfa að ganga fram yfir tímann!!! en við sjáum nú til...kannski næsta færsla feli í sér góðar fréttir! við óli erum amk orðin ansi óþolinmóð...og af mörgum símtölum að dæma undanfarna daga...ömmurnar og afarnir líka ;)
vona að þið hafið það sem allra allra best og takk enn og aftur fyrir sætu kommentin þið öll!!!
ykkar Hrafnhildur
10 Ummæli:
Hæ elskan mín. Vid bídum spennt hérna líka, reynum ad vera tolinmód ;) Molinn kemur tegar tad passar honum best. Held ég skilji samt annars nokkud vel ad foreldrarnir séu ordnir ótreyjufullir eftir komu frumburdarins. Vildi segja tér frá tví ad ég stefni á íslandsferd á næstu mánudum, til tess ad hitta fjölskylduna (einkum og sér í lagi litla bró sem er enntá prinsinn minn!), vini og litla mola! vil ekki missa alveg af tessu hjá ykkur...Hlakka til :)
Gangi ykkur áfram vel med blódtrýstinginn, tolinmædina og allt hitt.
hugsa áfram til ykkar.
kossar og knús
***
en GAMAN!!! hlakka ótrúlega mikið til að sjást :)
kossar og knús til baka
***
hæhæ...nú verð ég að fara að fylgjast daglega með síðunni fyrst þetta fer allt að gerast :) hehe. Alltaf gaman þegar fjölskyldan stækkar :) Hafið það gott og vonandi gengur allt saman vel :)
hæ hæ, vildi bara senda smá kveðju til ykkar verðandi fjölskyldu;0) Gangi ykkur rosalega vel og hafið það rosa gott. Fylgist með hér á síðunni
Ég er alltaf að kíkja til að sjá nýjar fréttir af þér:) Bíð spennt eftri fréttum. Gangi ykkur vel.
Kveðja, Berglind Rut
Hæ hæ
Langaði bara að senda ykkur smá kveðju og vona allt gangi vel:-)
Hafðu það gott og farðu vel með þig þessa síðustu daga:-)
kveðja
Magney
hæhæ, til hamingju aftur.! ég bíð spennt eftir myndum af nýfæddum snúlla. :o) Gangi ykkur vel!
Til hamingju með erfingjann :) Hlakka til að heyra frá ykkur :)
Til hamingju aftur elskurnar mínar. Hlakka til ad heyra meira :)
Àstarkvedjur
****
Hæ mín kæra...Til hamingju elskurnar mínar... á ekki að fara að setja inn myndir af þeim litla.
Halló halló við bíðum spennt hér fyrir norðan á sjá litla kút.
Knús frá öllum í Háhlíðinni
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim