hmm, ok! ágætlega mikið búið að vera að gera undanfarið og þessir tveir mánuðir sem ég hef verið frá vinnu hafa liðið eins og um viku væri að ræða...öfugt við það sem ég hélt að myndi verða! síðustu helgi kláruðum við jólainnkaupin...ákváðum að vera snemma í því þar sem ég verð ekki léttari með hverjum deginum og kringlan og smáralind virka á mig eins og ég sé á leið í aftöku! svo var það klipping, heimsókn til ömmu hans Óla (alltaf gott að fá kalda mjólk þar) og svo pizza á Horninu í góðum félagsskap Ingu og Heimis! semsagt ekki slæm síðastliðin helgi ;) síðasti jógatíminn var svo í gær...við endum þetta reyndar á parakvöldi næsta sunnudag þar sem farið verður í það hvernig pabbinn getur hjálpað til í fæðingunni...aðallega í sambandi við nudd og öndun! er búin að undirbúa Óla sérstaklega undir mikla væmni og möntrur svo hann skelli ekki upp úr eins og ég hef svo oft verið nærri :) en svona í alvöru þá hefur sundið og jógað bara gert mér gott og mér líður mjög vel líkamlega þrátt fyrir steina kallinn...held ég sé bara að þyngjast eðlilega og allt í góðu eins og er amk. það eina sem truflar mig núna er skapið og svefnleysið! ótrúlegt hvað hann óli minn er yfirvegaður með vargatrítluna sína ;) maður bara ræður stundum ekki við pirringinn! nú get ég ekki sofið á bakinu og alls ekki á maganum þannig að það er bara um hliðarnar að ræða og bröltarinn ég er sko ekki að höndla það að liggja svona lengi hreyfingarlaus, umvafin púðum! kramparnir í kálfunum eru ekki heldur neitt æði sko! en á meðan moli er heilbrigður og ég fæ ekki meira en eðlilega meðgöngukvilla þá kvarta ég ekki og er bara hæstánægð og montin með bumbuna mína ;) svo á hann Óli afmæli 15. des og í tilefni þess að ég er ekki í prófum eins og alltaf á afmælisdaginn hans þá hugsa ég að verði í hrært í eina köku eða tvær...verð að segja það enn og aftur að ég nýt þess að vera ekki í prófastressinu þessi jól...YNDISLEGT :)
4 Ummæli:
Gott og gaman ad heyra ad tid séud ad hafa tad gott. Og nóg ad gera líka.
Èg öfunda tig ekki af erfdileikum med stellingar og svefnleysi...Ætli tetta sé náttúrunnar leid ad undirbúa foreldra fyrir komu barnsins, og tær andvökunætur sem tví geta fylgt...Eda? Kannski ekkert gaman ad tala um svoleidis...Kannski mun bumbi bara sofa eins og engill allar nætur. Hver veit ;)
Njóttu tín og ykkar í prófastresslausum desember mánudi. Tad er yndislegt :)
Verdur gaman ad heyra af parakvöldinu góda í jóganu. Og hvort Óli geti hamid hláturinn :)
Hafdu tad áfram sem allra allra best mín kæra vinkona.
Bid ad heilsa bumba ;)
knús,
***
hæ íris mín :)
ég hef líka velt þessu með svefninn fyrir mér, náttúran er nefninlega svo ótrúleg...ég sé það meir og meir eftir því sem á líður! þetta er örugglega eitthvað undirbúningsferli! lofa að blogga um parakvöldið góða og ég skila kveðjunni til bumba ;)
hafið það líka rosa gott sætu hjón,
knús til baka,
***
Hæ sæta bumbulína ooo langar að fara að sjá þig og bumbubúa ;)
Takk fyrir að vera svona dugleg að kommenta hjá mér alltaf svo gaman að heira í þér og afsakið kommentleysið hjá mér en gott samt að heira að það er brjálað að gera hjá fleirum ;)
Þú verður sko bestasta mamma ever ekki spurning sendi mín börn til þín ;)
allavega hlakka til að hittast knús og koss
hæ sara mín :)
gaman að heyra frá þér! já ég vona svo sannarlega að við sjáumst í jólaklemmuhitting! en þangað til, gangi þér sem allra best í prófunum!!!
***
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim