fimmtudagur, desember 14, 2006

meðgöngu"kvillar" og afmælisstrákur

fórum í skoðun hjá ljósunni okkar í gær! svosem ekki frásögum færandi þar sem allt leit bara eðlilega út...var þó að taka saman "eðlilega meðgöngukvilla" sem hafa hrjáð mig og ráðin við þeim (mis skemmtileg) og datt í hug að deila þeim með ykkur :)

1. hef núna þyngst um 10 kíló (svosem ekki kvilli). ráð: ekkert því ég á að borða vel og mikið :) leiðinlegt samt þegar sjálf óléttufötin eru farin að verða of lítil á mann :/
2. skapsveiflur. ráð: góður og umburðarlyndur unnusti ;)
3. þreyta. ráð: heimilislegur unnusti og mikið kúr :)
4. hægðatregða (já gott fólk!). ráð: ógeðslegur sveskjusafi og trefjahylki á hverjum degi :(
5. blóðleysi. ráð: taka inn fljótandi járn, sem b.t.w. eykur á hægðatregðu :(
6. öndunarerfiðleikar sökum þess að legið þrýstir á lungun og þindina. ráð: sofa með 3 kodda undir höfðinu og einn undir bumbunni
7. brjóstsviði því legið þrýstir á magann. ráð: borða lítið en oftar og hafa hátt undir höfði á nóttunni
8. svefnerfiðleikar aðallega vegna liða númer 6 og 7 + að maður vaknar við hroturnar í sjálfum sér...hehe :/

hvað er eiginlega að verða um mann? segi þó enn og aftur að þetta er allt þess virði þegar ég finn mola hreyfa sig inni í mér!!! það er tilfinning sem ég mun aldrei geta lýst og dauðvorkenni körlum að eiga aldrei möguleika á að geta fundið!


annars á þessi yndislegi maður afmæli á morgun!

til hamingju með það ástin mín :)

***

5 Ummæli:

Þann 1:14 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið á morgun Óli :)

 
Þann 12:43 f.h. , Blogger Ìris sagði...

Til hamingju med afmælid Óli! :)

Tettar hljómar all svakalega...En gaman ad tessari upptalningu. Gefur manni nasatefin af medgöngu svona lítils kríli.
Gangi tér vel med tetta skvís.
Hlakka til ad sjá nýjar myndir!

***

 
Þann 12:26 e.h. , Blogger Hrabba og Óli sagði...

förum örugglega að taka fleiri bumbumyndir bráðum...og af kökunni rosalegu sem við bökuðum fyrir óla í gær ;) hún er svakaleg!
***

 
Þann 1:57 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

úff... einkennilegt að finna til óléttusöknuðar þegar maður les þennan lista en svona er maður geðveikur.. :)

trúðu mér þetta er allt saman þess virði og gott betur en þó að þú trúir mér kannski ekki núna þá áttu samt eftir að finna til söknuðar til þessa kvilla þegar þetta er liðið... ótrúlegt en satt.. :) tja, eða kannski ekki kvillana heldur meira óléttunnar sjálfrar..

gleðileg jól elsku par og hafið það yndislegt um jólin og áramótin.. :)

 
Þann 7:29 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

[url=http://www.playatonlinecasinos.com/]online casinos[/url] [url=http://www.casinovisa.com/best-online-casinos/]internet casino[/url] , [url=http://www.concordiaresearch.com/games/roulette/index.html]slots[/url] , [url=http://www.realcazinoz.com/amex-casinos.htm]free casino[/url] , [url=http://www.avi.vg/category.php?a=sex4sexx&cid=36]sex dolls[/url]

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim