parakvöld í jóga
þá er parakvöldið yfirstaðið. mjög fínt bara og óli hló ekki baun! er mjög stolt af honum :) reyndar hélt hún væmninni alveg í lágmarki...gerðum bara nokkrar jógastellingar saman og ómuðum í lokin sem er alltaf pínu skondið ;) svo kenndi hún pöbbunum rétta fæðingaröndun til þess að minna konurnar sínar á hana í mestu verkjunum (akkúrat öfug öndun við bíómyndaöndunina). fórum líka í ýmsar fæðingarstellingar sem eru örlítið náttúrulegri en að liggja á bakinu með fætur út í loftið fyrir læknana! í lokin fengu pabbarnir svo að spreita sig á fótanuddi (sem óli minn er nú reyndar mjög góður í fyrir). við sátum öll í hring og ég gat ekki annað en skellt upp úr þegar ég horfði á einbeitingarsvipinn á pabbahópnum...frekar fyndið! gaman líka fyrir mig að hlusta á alla þessa pabba tjá sig eftir að hafa gert lokaverkefni um fæðingarreynslu feðra...þetta getur nefninlega verið svo erfitt fyrir þá líka þessi grey! ;)
7 Ummæli:
Gott ad óli gat stadist hlátur í ödru eins ;)
Gaman ad heyra af tessu jóga.
knús,
***
h0h0h0.. ég er enþá að fylgjast með þó svo að það hafi verið langt síðan ég skrifaði síðast... still love you guys!!
knús til baka mín kæra vinkona ;)
***
og hæ brósi minn ;)
veit þú hefur vökult auga með okkur! hehe :) og við luvum þig líka ennþá sko!!!
***
Hehehe, þetta hefur verið rosa gaman og notalegt hjá ykkur. Gangi ykkur bara vel með þetta allt:)
Sæl kæra vinkona.
Èg var ad vakna frá draumi um tig og bumba:
Vid vorum í milanó, og vorum úti ad borda á alveg ofbodslega gódum veitingastad. Tú varst ordin ansi tung á tér, enda bumbi ordin stór. Og ég adstodadi tig mikid med ad komast á milli stada og svona. Samt sem ádur létum vid tetta ekkert stoppa okkur í milanó-ferd...
Vid vorum ad panta frá matsedlinum, tegar tú ferd ad finna fyrir verkjum, og segjist viss um ad barnid sé ad koma. Vid fáum eiganda veitingastadarins til ad panta leigubíl uppá fædingardeild. Tegar bíllinn kemur, er tetta svona drusla a la krít (mannstu eftir teim leigubílum?) og vid turftum ad deila bílnum med tveimur drukknum mönnum á leidinni á djammid! Tú lætur tetta nú ekki mikid á tig fá, og hlærd af ósköpunum. Tegar vid komumst uppá hina ítölsku fædingardeild, segja sérfrædingarnir tar ad tú verdir send med næstu vél til íslands til ad fæda. Tad var hid edlilegasta mál. En ég mátti ekki fljúga med. Svo tú varst send af stad. Èg keypti tá póstkort. Sem af einhverjum ástædum hafdi mynd af okkur tveimur svamlandi í sjó og perlum utaná! Ég sendi tér tad í pósti.
Svo vaknadi ég.
hhmmm....
Geri rád fyrir ad tid bumbi hafid tad voda gott :) Og Óli passar vel uppá tig, tar sem ég get ekki verid tar sjálf ;)
***
æ mikið er þetta sætur draumur! takk fyrir að segja mér frá honum! þetta hljómar bara eins og góður draumur, sérstaklega við svamlandi í perlum :) man sko vel eftir krítardruslunum...meira að segja lentum við í því einu sinni að vera samferða e-u ókunnu fólki í einum leigubílnum (man ekki hvort það var drukkið eða ekki...en við vorum það pottþétt..hehe) jú við bumbi höfuð það annars voða gott, fórum í skoðun í gær og allt í góðum gír bara! óli er líka voða góður við mig...en hann væri líka örugglega þakklátur fyrir vaktaskipti við þig ;) en við erum hjá hvorri annarri í anda...það sannast á draumnum! hafðu það sem allra best í löngu helginni íris mín!!!
knús
***
Takk mín kæra fyrir tad. Hef tad voda gott svo langt sem komid er :)
Já tetta var mjög gódur draumur. Bjartur og fallegur. Og hlýr.
Ég efast ekki eitt augnablik um ad Òli sjái vel um tig :)
Hafid tad áfram gott öll trjú.
***
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim