gleðilegt nýtt ár!
vá hvað það er langt síðan ég bloggaði seinast!!! langar auðvitað að byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir öll sætu kommentin og kortin sem við höfum fengið :) ég vona að þetta ár, 2007 verði okkur öllum gæfuríkt og fullt af gleði! annars er þessi tími...byrjun nýs árs, minn uppáhalds vegna þess að maður byrjar með hreinan skjöld og framtíðin er óskrifað blað. hátíðin að baki og hversdagsleikinn tekinn við á ný. æ það er bara eitthvað svo brakandi ferskt við þennan tíma árs ;) nenni varla að skrifa um jólin eða áramótin. segi bara að við höfðum það voða gott saman skötuhjúin því óli var í fríi. ég held líka að ég hafi aldrei borðað eins lítið og hvílt mig eins mikið og þessi jól því blóðþrýstingurinn fór að leika mig grátt um miðjan des. ég var og er grunuð um væga meðgöngueitrun og þarf því að hvíla mig vel! ekki amalegt að hafa alvöru afsökun fyrir sex and the city glápinu ;) en svona í alvöru þá hef ég verið í endalausu tékki hjá ljósmæðrum, læknum og hjúkrunarfræðingum...pissað á ótal marga strimla og verið sett í ótalmörg fósturrit og nú síðast í morgun var ég í vaxtarsónar. litla prinsessan eða prinsinn lætur þó vesenið í henni mömmu sinni lítið á sig fá og dafnar mjög vel :) nú er krílið orðið 2560 gr eða 10 merkur og ótrúlegt að sjá þetta búttaða andlit á skjánum! það er orðið svo lítið pláss fyrir greyið :) nú er ég líka komin rúmar 35 vikur á leið þannig að þetta styttist óðum og margt sem við óli þurfum að fara að huga að! ég verð víst að setja hjátrúnna til hliðar og undirbúa komu erfingjans á einhvern hátt ef barnið á ekki að fara heim af spítalanum á bleyjunni einni fata!
6 Ummæli:
Um hátíðir á að vera mikið um hvíld þannig að þið hafið greinilega haft það frábært:)
Farðu nú vel með þig Hrafnhildur og haltu svo áfram að hvíla þig... það er ágætt að hvíla sig vel því það verður ekki alveg jafn mikið um hvíld þegar barnið kemur:)
Heyrumst fljótlega.
Kv. Berglind
sæl og blessuð berglind :)
jú við höfðum það voða gott um hátíðirnar...vonandi þið líka! það er satt hjá þér með hvíldina, enda nýt ég þess í botn að gera ekki neitt og sofa og sofa ;)
gangi þér vel í skólanum og með skvísurnar!
hæ þið og gleðilegt nýtt ár :) ...verður litli óli bara einhver písl?? ;) ...allavega þá hlökkum við til að fara að líta á barnið augum... og mundu Hrafnhildur mín að fara rosalega vel með þig þessar seinustu vikur :) ...kannski að við reynum að hitta á ykkur aðeins áður en stubburinn lætur sjá sig :) knús og kossar frá okkur
Ingapinga
hæ inga :)
gleðilegt nýtt ár sömuleiðis! óli litli er enn svolítil písl en samt 5% yfir meðallagi skv sónarnum :) 13-14 merkur er alveg nóg mín vegna sem fæðingarstærð ;) ég fer alveg endalaust vel með mig...svo vel að stundum fæ ég alveg nóg af því! en já, þið vitið hvar við eigum heima ef þið eruð á ferðinni! alltaf gaman að sjá ykkur!
knús og kossar til baka
***
blessuð gæskan!! þú stækkar og stækkar, :)
já og gleðilegt ár, takk fyrir þau gömlu góðu í Eirberginu!!
gangi þér vel áfram, þetta styttist óðum ;)
kv Þorbjörg Inga
hæ Þorbjörg :)
já ég veit ekki hvar þessi stækkun ætlar að enda...þyngdarpunkturinn er kominn ég veit ekki hvert ;)
gleðilegt ár sömuleiðis og takk fyrir allt gamalt...það var nú bara stundum gaman þarna í eirbergi í minningunni!
gangi þér vel í því sem þú ert að gera :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim