mánudagur, desember 18, 2006

helgin

áttum voða ljúfa helgi!
óli minn varð 24. ára á föstudaginn og við bökuðum svaka fína köku...

og hann fékk auðvitað pakka frá hinni ekki svo léttu...

sem meira að segja klæddi sig upp í tilefni dagsins (komin 33 vikur á leið)...

þegar á hólminn var komið var kakan hins vegar illskeranleg og kom í ljós að hún var svona líka rosalega þétt í sér (við erum snillingar). en bragðgóð var hún og lakkrískökurnar okkar var þó hægt að bjóða upp á ;) á laugardaginn fórum við svo í skírn sem endaði líka með brúðkaupi...kom skemmtilega á óvart þegar brúðarmarsinn var spilaður í kirkjunni! veisla á eftir með tilheyrandi kræsingum. við reyndum að hemja okkur eins og hægt var þar sem við fórum svo á jólahlaðborð með vinnunni hans óla um kvöldið. þar var auðvitað borðað á sig gat! sé að jólamaturinn er ekki sniðugur fyri ófrískar konur sökum mikils saltmagns. var ansi bjúguð á fótunum og blóðþrýstingurinn er aðeins of hár í augnablikinu! ágætt samt að læra af þessu áður en hátíðin hellist yfir...borða bara meira næstu jól :) gærdagurinn fór því í leti og aftur leti...enda erum við best í því ;)

p.s nokkrar fleiri myndir í desemberalbúminu, undir myndir 3!

11 Ummæli:

Þann 4:09 e.h. , Blogger Ìris sagði...

Flott kaka! Hljómar sem gód afmælishelgi hjá ykkur hjúum.
Gangi tér vel med bjúginn um jólin... Eda eins og tú segjir, alltaf hægt ad borda meir næstu jól. Tessi jól hlaupa ekkert frá manni! koma alltaf á hverju ári. Og alltaf nákvæmlega eins... ;)

Flottar kúlumyndir :)

***

ps. væri gaman ad hittast á msn fyrir jólin

 
Þann 4:09 e.h. , Blogger Ìris sagði...

Flott kaka! Hljómar sem gód afmælishelgi hjá ykkur hjúum.
Gangi tér vel med bjúginn um jólin... Eda eins og tú segjir, alltaf hægt ad borda meir næstu jól. Tessi jól hlaupa ekkert frá manni! koma alltaf á hverju ári. Og alltaf nákvæmlega eins... ;)

Flottar kúlumyndir :)

***

ps. væri gaman ad hittast á msn fyrir jólin

 
Þann 12:27 e.h. , Blogger Hrabba og Óli sagði...

hæ skvís :)
já rétt hjá þér! væri gaman að msn spjalli! hvenær hentar þér? ég er svona nokkuð laus við...
***

 
Þann 7:19 e.h. , Blogger Ìris sagði...

hæ sæta ólétta :)
já hvenær ætli tad passi nú...Á morgun um seinni partinn kannski?
Eda föstudagskvöld...?

knús
***

 
Þann 9:19 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með kallinn:)
Flottar nýju myndirnar:)

 
Þann 3:51 e.h. , Blogger Ìris sagði...

Hæ elskan mín. Hvernig hafid tid bumbi tad?
Hugsa til ykkar.
knús,
***

 
Þann 4:52 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ hæ, langt síðan ég hef tekið blogghring;) Innilega til hamingju með manninn og bumbuna;) Rosalega sætar bumbumyndir, þú tekur þig ekkert smá vel út.

 
Þann 2:53 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól:)
Hafið það sem best um hátíðina.
Jólakveðja, Berglind Rut

 
Þann 10:24 f.h. , Blogger Ìris sagði...

Hæ elskurnar. Hvernig hafid tid tad?

***

 
Þann 12:02 e.h. , Blogger Ìris sagði...

Gledilegt árid elskurnar mínar. Takk fyrir öll árin sem eru lidin og vináttuna gegnum súrt og sætt ;)
Hafid tad sem allra best. Hlakka til ad hitta bumbubúa á nýja árinu :) Pælid í tví, tá verdur alveg ný manneskja med ykkur...Vá! :)
Hugsa til ykkar og vona og treysti tví ad allt gangi vel hjá ykkur.
Knús frá okkur í nýjársstormi (tvílíkt vedur til ad skjóta flugeldum!) í køben,
***

 
Þann 12:34 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Gleðilegt nýtt ár:) Takk fyrir það gamla.
Nú fer að styttast mikið í litla erfingjan. Þetta verður frábært hjá ykkur og gangi ykkur vel.
Kv. Berglind Rut

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim