36 vikur

maður er orðinn ansi þungur á sér þessa dagana...enda komin rúmar 36 vikur á leið...38 vikur væru fullkomin meðgöngulengd...þá má gullið alveg fara að koma sko ;)
annars er bara allt við það sama hér, ekkert nýtt að frétta. pössuðum reyndar andra má litla frænda hans óla um daginn! hann er 10 mánaða dúlli og það var voða gaman að hafa hann...smá forsmekkur af því sem koma skal :)
það eru komnar inn nokkrar nýjar myndir í janúar albúmið okkar!
hafið það sem allra best elskurnar mínar!
later
8 Ummæli:
Hæ elskurnar.
Tú ert ansi myndarleg ordin. Fín mynd :) gott ad vita ad allt gangi vel. Nú styttist all svakalega...
vid hjónin hér á borups allé erum ad koma okkur fyrir á nýja stadnum og tad fer ad koma heimilismynd á tetta hjá okkur :)
Hafid tad gott áfram.
Kærar kvedjur og margir kossar og knús,
*********
Hæ hæ.
Takk fyrir að passa stubbinn okkar um daginn. Það var æðislegt að komast í nudd.
Kveðja,
Halli, Berglind og Andri Már
Gaman að sjá hvað þú lýtur vel út og gengur vel:-)Því miður gafst ekki tími að hittast um jólin, var komin út aftur áur en ég vissi af en hafði það voða gott heim. Gangi ykkur vel, styttist óðum í gullmolann og vona að ykkur heilsist vel.
kveðja
Magney
Hæ.
Æðisleg mynd, þú lítur mjög vel út. Gott að allt gegnur svona vel, þetta fer að styttast. Gangi ykkur vel.
Kv. Berglind
hæ allir :)
oooo hvað er gaman að fá svona mörg komment!!! gott að finna að fólk er að hugsa til okkar :)
elsku íris mín! ég var einmitt að hugsa til ykkar! veit að nú er mikið að gera í flutningum...og að það er rosa gaman að koma sér fyrir í sínu eigins :) njótið þess í botn og gangi ykkur vel sæta mín!
knús og kossar til baka
*****
og hæ litla fjölskylda :)
gott fyrir ykkur að komast í smá dekur! og rosa gaman að passa andra má ;) vona að aðlögunin hafi gengið vel hjá dagmömmunni, að gaman sé í skólanum hjá þér berglind og að hnéð hans halla lagist! maður fréttir allt í gegnum tengdamömmu ;)
sæl og blessuð magney :)
skil vel að tíminn líður! við sjáumst bara næst þegar þú ert á landinu ;) gangi þér rosa vel í vinnunni...þú verður fljót að komast inn í þetta!!!
og hæ berglind mín :)
takk fyrir hólið...ég upplifi mig nú sem ansi stóra þessa dagana :) gangi þér líka vel í skólanum og með allt þitt!
góda helgi tid trjú! ;)
Takk fyrir kveðjuna á síðunni minni, litlimaðurinn er algjör dúllus en um leið ótrúlega ákveðinn. Þessir dagar fara bara í brjóstagjöf og bleiuskipti og það er mjög skrýtið að komast ekkert út úr húsi.... hlakka til að það sé hægt að fara aðeins á fartina með hann með sér en annars er þetta ótrúlega kósý bara.
það verður gaman þegar að þitt kríli er komið og við getum skellt okkur í vagnagöngu með börnin
Gangi þér vel með restina af meögöngunni og fæðingunni, hlakka til að heyra af þinni fæðingu, þú verður að láta mig vita þegar barnið er fætt
knúskveðjur Elín Ósk
Hæ elskan mín.
Ég kom ekkert á msn um helgina. Var lítid sem ekkert heima, ad vinna og ad stússast margt annad. Leidinlegt ad missa af tér ef tú hættir tér frá sófanum yfir til tölvunnar. Vona ad allt gangi vel hjá ykkur.
Kossar og mega knús
***
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim