fimmtudagur, febrúar 08, 2007

fæðingarsagan

hæ allir :) ég er enn á lífi! erum bara hér í okkar litla hreiðri með yndislega Mánann okkar ;) skrítið að vera kippt svona út úr gamla lífinu yfir í eitthvað allt annað...maður er svo gleyminn og ruglaður eitthvað...brjóstaþoka er það víst kallað :) en við höfum það voða gott saman hér þrjú og eigum svo marga góða að! langaði líka að þakka fyrir allar fallegur kveðjurnar frá ykkur, það er svo gott að vita að hugsað er til manns!

en já, fæðingarsagan...hehem, hvar skal byrja? já, 19 tíma tók hún víst allt í allt! allt byrjaði þetta morguninn 31. jan þegar ég var lögð inn á meðgöngudeildina með versnandi meðgöngueitrun. það átti að setja mig af stað daginn eftir, en læknirinn ákvað að hreyfa við belgjunum til þess að sjá hvort ég færi sjálf af stað sem er mun betra. það gerði ég svo klukkan 1 um nóttina og klukkan 4 hringdi ég í óla og bað hann að koma. þá var ég búin að kasta og kasta upp af verkjum og fékk niðurgang í þokkabót :) þá voru 6 mínútur á milli hríða en hver hríð stutt. ég var lögð inn á fæðingarstofu tvö og útvíkkun athuguð, þá 3 og leghálsinn fullþynntur. þá byrjaði bið og aftur bið, samdrættirnir breyttust ekki og ég ósofin og verulega þreytt. þraukaði þó í 13 tíma (þá aðeins með 5 í útvíkkun) en ákvað þá að fá mænurótardeyfingu sem var mjöööööög góð ákvörðun ;) en eftir svona deyfingar geta hríðir dottið niður þannig að þau settu upp dreypi í æð til þess að hraða ferlinu. það gekk líka hægt þannig að ljósmóðirin ákvað að sprengja belgina og legvatnið gusaðist út um allt. en þá kom dýfa í hjartsláttinn hans Mána sem olli áhyggjum en sem betur fer jafnaði hann sig. meðan á þessu öllu saman stóð ældi ég lifur og lungum by the way :) mænurótardeyfingin tók verkina en ekki þrýstinginn niður og um 6 leytið var ég orðin viðþolslaus af óþægindum vegna hans og grátbað ljósmóðurina að tékka útvíkkun. þá var hún 9. svo loksins loksins mátti ég fara að rembast kl 18:45. þá var allt auka og varabensín búið hjá mér en ég reyndi og kollurinn gekk vel niður til að byrja með en skoppaði alltaf aðeins til baka og sat svo á endanum fastur undir lífbeininu mínu. á þessum tíma var ég orðin ansi skapheit, fannst enginn hlusta á mig að ég gæti þetta ekki lengur (búin að rembast í einn og hálfan tíma). ég var alveg að segja satt! svo var ég farin að öskra á sogklukku sem ég og fékk í gegn. spöngin var klippt og sogklukkan lögð og í tveimur rembingum var hann kominn :) og hann var fullkominn og við Óli horfðum á hvort annað og á Mána með tárin í augunum. þessa fullkomnun gátum við skapað...mér leið eins og ég væri á fyrstu hæð hjá guði og líður enn. sængurkvennadeildin, vinnustaðurinn minn tók svo við og þar var dekrað við okkur yfir helgina í svítu nr 9 eins og stofan var kölluð því Óli fékk að vera hjá mér allan tímann, sem var ómetanlegt :)

P.S það eru komnar nýjar myndir í Myndir3

7 Ummæli:

Þann 6:46 e.h. , Blogger Ìris sagði...

Èg fæ tár í augun og kökk í hálsinn. Tú ert meiri hetjan! yndislegar myndir af ykkur litlu fjölskyldu. Hafid tad gott áfram.
***

 
Þann 10:46 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

já dugleg ertu...og verðlaunin ekki af verri endanum :) Hlökkum til að hitta gripinn :)

Knús frá okkur :)

Ings

 
Þann 11:16 f.h. , Blogger Ìris sagði...

Vid Eva erum sko alveg sammmála um ad Mikale Máni sé einstaklega frídur og myndarlegur. Og svo mannalegur!
algjört ædi...
Kyssid hann frá mér.
***

 
Þann 12:12 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

... úff púff elsku Hrabba mín, þvílíkt og annað eins, kalla þig hetju að komast í gegnum þetta, drengurinn er ótrúlega sætur og flottur! Hlakka til að sjá ykkur :)

kær kv
Þorbjörg Inga

 
Þann 3:54 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ufff þetta hefur ekki gengið smurt... en verðlaunin fyrir streðið gætu ekki verið betri:)Gangi ykkur vel með Mikael Mána.
Kveðja, Berglind Rut

 
Þann 12:55 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

þvílík hetja Hrafnhildur mín!! Hann er alveg ótrúlega fallegur, litli prinsinn. Innilega til hamingju aftur stoltu foreldrar;0) Bestu kveðjur, Lilja

 
Þann 5:37 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hann er gullfallegur og ég óska ykkur bara enn og aftur til hamingju með hann. Greinilegt að við skvísurnar af 22a getum búið til algjörar krúttsprengjur. Hlakka til þegar við hittumst með molana okkar ásamt Þorbjörgu. Þá verður minn kominn með nafn en hann verður skírður á sunnudaginn og fær nafn í leiðinni.
Knúskveðjur Elín og stráksinn

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim