mjólkurbú skaftahlíðar :)
hæ þið öll og takk fyrir sætu sætu kommentin ykkar :)
hér gengur vel, í raun of vel! Máni er búinn að vera með í maganum undanfarna viku og við gáfumst upp á því að ganga með hann um gólf þannig að það var pantaður tími hjá barnalækni í morgun. sá mæti maður sagði að hann væri að fá allt of mikið að borða hjá mér, ég væri örugglega með rjóma og algjör ofurmamma (sem var gaman að heyra). þessar ályktanir byggði hann á hraðri þyngdaraukningu barnsins sem er kominn langt yfir meðaltal. litla skinnið fær bara í magann á því að vera alltaf svona afvelta auk þess sem hann gleypir svo mikið loft því hann er svo ákafur við brjóstið ;) svo erum við svo góðir foreldrar að hlæja að drengnum þegar hann liggur í vöggunni og reynir að remba blessuðu loftinu út...ég get svo svarið það að hann prumpar mun hærra en við myndum nokkurn tíman geta! nú tekur sá tími við að gullið verður að bíða í amk 3 tíma eftir næstu gjöf...en aldrei meira en 4 tíma! það verður erfitt fyrir mömmuna sem veit ekkert ráð betra en að hugga hann með því að setja hann á brjóst :)
svona er lífið í skaftahlíðinni þessa dagana...kúkableyjur, brjóstagjöf, rop og prump ;)
og við erum alsæl með það!
p.s komnar fleiri myndir inn í myndir 4
7 Ummæli:
Hæ, hæ.
Frábært að það gengur svona vel hjá ykkur:) Vonandi fer Mikael Máni að losna við magaverkina.
Gangi ykkur bara vel og ég verða að fara að fá að kíkja í heimsókn til ykkar og fá að sjá gullmolan með berum augum:)
Kv. Berglind
OHH hvað ég vona ykkar vegna að hann fari ekki að vera með magakrampa á kvöldin, mig langar oft að gráta með honum Matthíasi Guðna þegar kramparnir í mallanum hans eru sem verstir.
Annars mátt þú alveg senda mér smá af þessum rjóma þínum, ég missti niður mjólkina fyrir 3 vikum og hef átt í mesta basli við að ná henni upp aftur.
knús til litla Mikaels Mána frá Matthíasi Guðna og Elínu
Kæru ofur-mamma og pabbi.
Vona ad Mikael lídi betur í maganum. Gott ad heyra ad prumphúmorinn sé í hávegum hafdur á ykkar heimili ;)Og frábært ad fá myndir og sjá hversu vel litli madurinn dafnar hjá ykkur. Er hann ekki einstaklega mannalegur? virkar eitthvad svo med á nótunum á tessum myndum... Og í hinu mesta studi:)
Hann er yndi...
Hlakka til ad hitta ykkur!
Hafid tad sem allra best og njótid ykkar áfram.
Elsku Hrafnhildur ég óska ykkur til hamingju með drenginn hann er svo sannalega gullmoli, fallegur og fínn. Gangi ykkur vel með hann.
Kveðja Svanhildur mamma írisar Þallar.
Sæl mín kæru! Vááá´hvað hann er flottur... enda ekki langt að sækja það... en mér finnst hann svolítið líkur Einari Kristjáni og ekki leiðum að líkjast. Kæru dúllurnar mínar enn og aftur til hamingju og þó að það geti verið strembið að koma þeim í heiminn blessuðum þá bæta þau manni það upp þúsundfalt. Stórt faðmlag til ykkar allra frá öllum í Háhlíðinni
Bara ad kvitta fyrir mig. Var ad kíkja adeins á hann Mikael Mána, 2. skiptid í dag...
Hann er svo sætur og ædislegur ad ég ræd ekki vid mig! Get ekki bedid eftir ad hitta hann. Og audvitad ykkur ;)
ykkar íris
***
Hæ elskurnar mínar og TIL HAMINGJU ji minn vá hvað ég er hamingjusöm fyrir ykkar hönd. Hlakka ekkert smá til að sjá litla prinsinn ;) Hann er svooo fallegur. Hef verið netlaus og var bara að sjá þetta núna :) knús og koss og hafið það yndislega gott ;) ykkar vinkona Sara Natasha
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim