mánudagur, ágúst 06, 2007

update

erum búin að taka því rólega yfir þessa verslunarmannahelgi, enda nóg búið að vera að gera hjá okkur eftir að við komum heim frá portúgal. óli er að jafna sig eftir matareitrunina og græddi viku lengra sumarfrí...sem er smá huggun :) hann byrjar að vinna á miðvikudaginn næsta. íris kíkti í heimsókn til okkar alla leið frá danmörkunni...og svala sömuleiðis...líka frá danmörkunni :) alltaf gaman að sjá ykkur stelpur mínar! við kíktum á lítinn sætan prins á selfossi og stóru systur hans...það var yndislegt...og líka gaman að foreldrum þeirra ;) fórum í sumarbústað í grímsnesinu, dagsferð á þingvelli og fleira og fleira! máni orðinn 6 mánaða! fáránlegt hvað tíminn er fljótur að líða...hann er orðinn 7960gr og 70cm, farinn að borða með brjóstinu....OG það er komin TÖNN :) svo fer leikskólinn alveg að bresta á! fáum góða tveggja vikna aðlögun áður en minn skóli byrjar þannig að þetta á örugglega eftir að ganga vel! bara good times fram undan :()

3 Ummæli:

Þann 7:16 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hæhæ..:) mamma sagði "ÉG VISSI ÞAÐ ég sá það í fyrradag" þegar ég sagði henni að Mikael væri komin með tönn..já gaman af því en við bara sjáumst
því fyrr því betra..;)

-María (systir óla) :)

 
Þann 9:32 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

tad er ýmislegt um ad vera heyri ég :) gaman ad heyra af ykkur.
bid ad heilsa mánanum :0*

***

 
Þann 11:33 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Díses, litli maðurinn að verða fullorðinn... tönn, leikskóli... allt að gerast, og persónulega finnst mér þetta allt of fljótt að gerast, þessi yndi eru lítil í allt of stuttan tíma

Spurning um að fara að plana smá hitting :)

Knús og kossar þangað til :)
Inga

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim