MS
við Óli erum búin að vera saman í 5 og hálft ár...við erum semsagt ooooold!! við kynntumst í MS og þessvegna þykir mér alltaf vænt um þann skóla! svo góðar minningar sjáiði til :) það var í öðrum bekk...og mér fannst hann alltaf svo sætur og gáfulegur...alltaf eitthvað svo hugsi. svo var hann líka fyndinn og næs strákur. við byrjuðum sem vinir og spjölluðum mikið...sérstaklega í sögulegu partíunum hennar Sólveigar fyrir böll :) svo í fjórða bekk gerðum við loksins alvöru úr sameiginlegri hrifningunni...og þótt fyrr hefði verið!!! núna eigum við fjölskyldu saman...lítinn Mána og ég myndi engu vilja breyta...aldrei! þetta líf er nefninlega svo skrítið...ég sá það einna helst um daginn eftir ungbarnasundið (sem b.t.w var voða gaman), þegar Máni var alveg tjúll í bílnum af hungri og við stoppuðum á bílaplaninu sem var næst okkur til þess að ég gæti gefið honum. Það var bílastæði MS...af öllum bílaplönum Reykjavíkur :) þarna sat ég í aftursætinu með barnið okkar á brjósti og horfði inn eftir göngunum og á skólastofuhurðarnar og minningarnar helltust yfir! eina stundina er maður bara nemandi í skóla, kynnist sætum strák og fer svo að búa með honum og allt í einu hafa árin liðið og maður er með barnið sitt á brjósti á þessum stað...svolítið skrítið og skemmtilegt móment :)
og nei, ég var ekki að bera brjóstin mín fyrir framan fullan framhaldsskóla af fólki...það var kvöld!!! ;)
veit ekki með ykkur en ég ætla að eiga góóóóóða laaaanga helgi :)
2 Ummæli:
falleg saga :) tid erud lánsöm ad hafa hvort annad, og litla molann ykkar.
já lífid er skrítid...og vid gömul! eda tannig séd amk. ég held alltaf ég sé bara tvítug enntá. en tad er mikill munur á ad vera 20 og 25!! held ég hafi séd mig fyrir mér svaka fullordna tegar ég kæmist á tann aldur...fíla mig samt ekki svo mikid tannig. enntá hálft ár í ad ná tví... ;)
eigid yndislega helgi fjölskylda.
love u
***
Já...Margar góðar minningar úr MS... ekki spurning :)Og tíminn skuggalega fljótur að líða, þið orðin fjölskylda... við að verða family of 4 ;) lygilegt alveg :)...og eins of fyrri ræðumaður segir... maður enn unglingur eiginlega :)
En elsku litla fjölskylda, við flytjum 1.júní... þannig að hvenær sem er í júní er góður tími fyrir heimsókn (og náttúrulega því fyrr, því betra... kominn tími á smá knúsing ;))
Kossar og knús frá okkur þremur og hálfu :)
p.s. takk fyrir að vera svona dugleg að kommenta :)
Inga
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim